Ný lög í Þýskalandi – allt að þriggja ára fangelsi fyrir að brenna ESB-fánann

Þýska þingið hefur samþykkt ný refsilög sem banna að kveikt sé í fána ESB eða fánanum eða „þjóðsöngi” ESB sé sýnd vanvirðing. Sæta þeir sem slíkt gera allt að þriggja ára fangelsi eða háum sektum. Hingað til hafa slík refsiákvæði gilt um þýska fánann og önnur ríkistákn Þýskalands og voru þau lög framlengd til að gilda einnig um ESB. Fánar annarra ríkja lúta öðrum lögum og samráði við viðkomandi ríki og þá er ekki krafist sjálfvirkrar ákæru og saksóknar þýska ríkisins.  


Dómsmálaráðherra Þýskalands Christina Lambrecht sagði að „það væru engin friðsamleg mótmæli að brenna fána opinberlega. Slíkt ýfir upp hatur, reiði og bræði og traðkar á tilfinningum margra.” Valkostur Þýskalands andmælti lögunum og var breytingartillögu þeirra hafnað um „yfirdrifna íhlutun í tjáningar- og listafrelsi”. 

Lagabreytingin kemur á sama tíma og þjóðfánar aðildarríkja ESB hafa verið bannaðir á borðum þingmanna ESB-þingsins og aukin andúð á stefnu og störfum ESB breiðist út. Ekki síst hefur reiði íbúa á Ítalíu og Spáni beinst gegn Þýskalandi og Frakklandi vegna útflutningsbanns á grímum, öndunarvélum og öryggisbúnaði starfsfólks sjúkrahúsa, þegar Ítalía og Spánn þurftu sem mest á slíku að halda.

Þýskaland hefur einnig hleypt sambandsmálum ESB í algjöra upplausn með ákvörðun þýska Stjórnlagadómstólsins að banna þýska seðlabankanum að taka þátt í skuldabréfakaupum Seðlabanka ESB nema að Seðlabanki ESB fari að fyrirmælum Þýskalands í þeim málum.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila