Forræðishyggja Evópusambandsins er yfirgengileg

Vilhjálmur Eyþórsson

Evrópusambandið var góð hugmynd í upphafi en hefur breyst úr því að vera viðskiptabandalag í að vera nokkurs konar alræðisríki þar sem forsjárhyggjan er alls ráðandi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Eyþórssonar fyrrverandi ritstjóra en hann var gestur Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni . Vilhjálmi líst illa á þær reglugerðir sem innleiddar hafa verið í löndum sambandsins og sumum öðrum sem tengjast ESB á annan máta

þeir setja meira segja reglur um hvernig klósettferðum skal háttað, hafa sett reglur sem birtast í því að á klósettum eru komnir tveir hnappar, hver hnappur er hugsaður fyrir það sem þú ætlar að gera á salerninu og þú þrýstir á þann hnapp sem við á samkvæmt fyrirskipunum ESB, svo skipta .þeir sér af því hversu mikið bananar mega vera bognir, þetta er alveg ótrúleg þvæla sem rennur frá Brussel“,segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila