Finnsk ESB-þingkona krefst afnáms evrunnar: „Ég vil fá peningana mína tilbaka”!

Laura Huhtasaari

Laura Huhtasaari þingkona SannFinna á ESB-þinginu kallar ekki allt fyrir ömmu sína. Hélt hún þrumuræðu í Brussel í vikunni og krafðist þess að evran yrði lögð niður svo Finnland gæti fengið útflutning sinn greiddan í eigin gjaldmiðli sem þýðir 40% hærra verð en það sem Finnland fær með evru sem gjaldmiðil.


„Ég vil byrja á því að óska Bretum innilega til hamingju, þeir hafa sparað sér um 80 milljarða evra (=tólfþúsundþrjúhundruðogníumilljarðir íslenskar). Bráðum þorir enginn Breti að viðurkenna að hafa greitt atkvæði gegn Brexit. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar um endurreisnarsjóð er enn eitt skrefið að miðstýrðu skuldasambandi. Skv. grein 125 þá er þessi tillaga ólögleg. Að auki vill framkvæmdastjórnin leggja á eigin ESB-skatta á aðildarríkin. Mörg efnahagsleg vandamál ESB minnkuðu ef myntbandalag evrunnar leggðist niður. Samkvæmt skýrslu er útflutningur Finna 40% verðmætari í eigin gjaldmiðli. Ég vil fá peningana mína til baka”!


Á sama fundi sagði ítalski ESB-þingmaðurinn Marco Zanni frá Lega Nord, að þingmönnum hefði verið sagt frá komandi fundi ESB-ráðsins „þar sem fyrirfram var vitað um niðurstöðu fundarin, ekkert samkomuleg um s.k. endurreisnaráætlun og trúlega deilur milli aðildarríkja. Þetta sýnir getuleysi stofnana ESB til að mæta kreppunni. Einungis er reiknað með að þrír fjórðu hlutar peninganna skili sér inn árið 2023 eða þremur árum eftir að kreppan skall á, þegar fyrirtæki og starfsmenn hafa fyrir löngu misst vinnuna. Þetta sýnir að ákvarðanir ESB er ónýtar”.Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila