ESB-her er „gjörsamlega ábyrgðarlaust brjálæði” segja þingmenn Íhaldsflokksins

Hugmynd ESB-þingmannsins Guy Verhofstad sem æsir til alríkis ESB á meginlandinu með fullbúnum her fellur ekki í góðan jarðveg hjá Íhaldsflokknum í Bretlandi

Ursula von der Leyen forseti ESB og Emmanuel Macron Frakklandsforseti eru bæði ákafir stuðningsmenn uppbyggingar eigin hers Evrópusambandsins en fram að þessu hafa Bretar verið helsti þrándur í götu hersins. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að minnka her Bandaríkjamanna í Þýskalandi um allt að 12 þúsund manns niður í 25 þúsund hermenn m.a. vegna vangreiðslu Þýskalands á gjöldum til NATO og orkukaupa Þýskalands á gasi frá Rússum, þá koma mótmælaraddir frá Þýskalandi.

Johann Wadephul þingflokksformaður flokks Angelu Merkel sagði að

 „ákvörðunin sýni enn á ný að stjórn Trumps vanrækir grundvallarskyldu forystuhlutverksins að hafa samráð við bandalagsaðila í ákvarðanaferlinu og að þetta væri vakningarkall til íbúa í Evrópu að festa eigin, betri stöðu í varnarmálum.”


ESB-þingmaðurinn Guy Verhofstad fv. forsætisráðherra Belgíu sem vill sjá ESB sem eitt ríki með fullkomnum ESB-her hefur verið fordæmdur af þingmönnum Íhaldsflokksins í Bretlandi sem segja herhugmynd hans vera„gjörsamlega ábyrgðarlaust brjálæði”sem kippi fótunum undan NATO. Daniel Kawczynski sagði hugmyndina vera „stærstu friðarógn nútímans.”  Verhofstad segir að að „@realDonaldTrump haldi áfram að leggja Þýskaland og ESB í einelti” með skírskotun til gagnrýni Trump á vangreiðslu NATO-ríkja eins og Þýskalands til varnarbandalagsins. „En peningarnir eru ekki vandamálið. Aðildarríki ESB leggja næst mest fé til varnarmála á eftir Kína. Hið raunverulega vandamál er 27 herir á 27 fjárlögum.” 


Kawczynski segir að Brexit hafi verið stærsta hindrun í geðveikisbyggingu ESB-hers „en núna verði gefið grænt ljós á Evru-öfgamenn eins og Mr. Verhofstadt til að kúga ríki sem ekki eru með evru til að taka upp evruna og tryggja næsta bita í byggingu yfirþjóðlega ríkisins – nefnilega hers Evrópusambandsins. Ég held að þetta sé sér í lagi stærsta ógnin við sameiginleg varnarmál álfunnar á okkar tímum.”

Bretar útfrystir frá kjarnorkuprógrammi ESB en Kína og Rússar boðnir velkomnir

Frakkar leiða byggingu á nýrri tegund kjarnaofns sem talinn er vera mikil tæknileg framför þar sem sjór er notaður við framleiðslu kjarnorkunnar. Kína og Rússar taka þátt í starfinu en Bretum hefur verið hent úr hópnum vegna Brexit og er meinaður aðgangur. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf með ESB, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum, Indlandi, Japan og Suður-Kóreu en ekki Bretlandi núna, sem þó hefur lagt sitt að mörkum til starfsins. Í ávarpi til starfsmanna verkefnisins sagði Macron Frakklandsforseti að „það sem sameinar fólk og þjóðir er sterkara en það sem slítur þeim sundur.”
Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila