ESB miðstýrir raforkumarkaðinum: Gera vatnsorkuna óhaldbæra – „Þeir hafa gat í hausnum í Brussel“

Myndin er af Búrfellsvirkjun. ESB beinir fjárfestum frá haldbæru vatnsafli samkvæmt nýrri flokkun „haldbærra fjárfestinga“

Evrópusambandið leggur nú fram lagatillögur til að „stýra fjárfestingum til grænnar orku.“ Hefur ESB tekið fram miðstýrt verkfæri „taxonomi“ sem klassar í smáatriðum hvaða fjárfestingar verða skilgreindar sem haldbærar. Í nýjum lagatillögum ESB kemur fram að t.d. mun sænsk vatnsorka ekki lengur skilgreinast sem haldbær nema að uppfylltum ofurkröfum langtum víðtækari en núverandi lög segja til um. Í opnu bréfi forstjóra þriggja stórra raforkufyrirtækja í Svíþjóð segir að kröfurnar geri það svo dýrt að viðhalda vatnsafli til raforkuframleiðslu að fjárfestar munu leita annað með fjárfestingar sínar. „Einnig eru kröfur gerðar til stjórnunar vatnsmagns sem minnkar á afar óheppilegan hátt möguleika vatnsorkunnar til að skapa jafnvægi í orkukerfinu. Það hefur þær afleiðingar að það magn af vind- og sólarorku sem hægt er að taka með í orkukerfið minnkar.“ Vatns- og kjarnorka voru undirstaða 78% af rafmagnsframleiðslu Svíþjóðar ár 2019 en vegna stjórnmálastefnu gegn kjarnorku er verið að draga úr framleiðslu rafmagns með kjarnorku.

Haldbær vatnsorka verður dýrari og ESB setur raforkukerfið í uppnám

Og áfram skrifa forstjórarnir Per Langer hjá Fortum, Torbjörn Wahlborg hjá Vattenfall og Johan Svenningsson hjá Uniper: „Ráðgjafafyrirtæki PWC sýndi nýlega að um 50% hlutabréfamarkaðsins í Evrópu mun ár 2025 beinast að fjárfestingum sem skilgreinast sem haldbærar, í dag er talan 15%. Það getur leitt til þeirrar stöðu að fyrirtæki með algjörlega jarðefnalausa orkuframleiðslu (kol, olía, gas) geta mætt afgerandi erfiðleikum við að fá fjárfesta eða lán til fjárfestinga bæði fyrir eldri sem nýjar orkustöðvar. Þetta mun því í áframhaldinu ekki aðeins ógna breytingum vegna lofslagsmála heldur einnig afhendingaröryggi rafmagnskerfisins og samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem fá dýrari rafmagns- og upphitunarkostnað.“

Þarf að hafa „gat í hausnum“ sem sjá ekki að vatnsorka er haldbær

Rickard Nordin hjá sænska Miðflokknum segir að „vatnsorkan mun ekki hverfa en það verður dýrara að fjárfesta í henni, trúlega hærri vextir á lánum. Það þýðir að græna umbreytingin verður dýrari og henni seinkar. Það er risavandamál.“

Elisabeth Svantesson hjá Moderaterna segir: „Það er að vera með gat í hausnum að segja að sænsk vatnsorka sé ekki haldbær, hvernig gat ríkisstjórnin láta þetta ganga svona langt?“

ESB sendi út tillögur um skráningu í flokka yfir haldbærar fjárfestingar sem aðildarríkin verða að koma með athugasemdir í síðasta lagi 18. desember n.k. Per Bolund ráðherra Umhverfisflokksins í sænsku ríkisstjórninni segir það miklar „framfarir að ESB hafi skapað kerfi fyrir haldbærar fjárfestingar.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila