ESB reiðubúið að skilgreina Ungverjaland sem ólýðræðislegt ríki og stöðva lögbundnar fjárveitingar til landsins

ESB-þingið greiðir atkvæði á fimmtudag um skjal þar sem því er haldið fram að gildum ESB sé stöðugt ógnað í Ungverjalandi (samsett mynd:Mehr Demokratie/EuropeanPeoples Parti CC 2.0)

ESB mun refsa Ungverjalandi með þeim fyrirslætti, að landið „ógni gildum ESB“ – trúlega fyrsta skrefið að brottrekstri Ungverjalands úr ESB

Í drögum að skýrslu, þar sem farið er yfir þróunina frá því að ESB-þingið virkjaði 7. grein, halda ESB-þingmenn því fram, að Ungverjaland „ógni gildum“ ESB á kerfisbundinn hátt.

Drögin, sem þingmenn munu ræða í dag miðvikudag og greiða atkvæði um á morgun, eru sögð sýna hvernig lýðræði og grundvallarréttindi í landinu hafa versnað enn frekar frá því, að ESB-þingið ræsti málsmeðferð 7. greinarinnar árið 2018.

Talið er að þetta hafi gerst með „meðvitaðri og kerfisbundinni viðleitni ungverskra stjórnvalda“ og hafi versnað vegna aðgerðarleysis ESB.

Mikilvægustu mál ESB-þingmannanna varða allt stjórnskipunar- og kosningakerfið, sjálfstæði dómstóla, akademískt frelsi og trúfrelsi ásamt réttindum viðkvæmra hópa.

Þingmenn munu einnig segja, að allar frekari tafir vegna 7. greinarinnar myndi þýða, að ESB-ráðið brjóti gegn réttarríkinu. Þeir munu krefjast þess, að ESB stöðvi fjárhagsaðstoð, sem Ungverjaland á rétt á, á meðan beðið er eftir niðurstöðu ESB-dómstóls, hvernig túlka beri reglurnar

Sjöunda greinin

Samkvæmt 7. grein ESB-sáttmálans geta ríkisstjórnir ESB-ríkja í ráðinu, eftir beiðni frá ESB-þinginu eða framkvæmdastjórn ESB, slegið því föstu að augljós hætta sé fyrirliggjandi að viðkomandi ríki brjóti alvarlega gegn ráðandi gildum ESB.

Áður en slík ákvörðun er tekin, þarf fyrst að afla upplýsinga og umsagna frá innlendum yfirvöldum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila