Yfir 100 ESB-þingmenn skora á ESB að styðja þáttöku Taiwan í WHO

Chen Shih-Chung heilbrigðisráðherra Taiwan með boðskapinn „WHO á ekki að skilja neinn útundan”.

Í opnu bréfi yfir 100 þingmanna ESB-þingsins til ESB eru heibrigðisráðherrar 27 ESB-ríkja hvattir til að krefjast þess að WHO taki Taiwan tilbaka sem fullgildan áheyrnaraðila alþjóðaráðsins. Einnig er farið fram á að Taiwan verði boðin þáttaka í æðsta ráði WHO á fundi í Genf í vikunni. Taiwan var áheyrnaraðili í WHO á árunum 2009 til 2016.


ESB-þingmaðurinn Urmas Paet fyrrum utanríkisráðherra Estlands hafði frumkvæði að bréfinu sem 107 ESB-þingmenn og 5 þingmenn þýska þingsins Bundestag hafa skrifað undir. Segir í bréfinu að „ríkisstjórn Taiwans hafi náð miklum árangri í að fletja út smitkúrfu veirunnar þrátt fyrir landfræðilega nálægð að uppruna veirunnar”. 

Er bent á mikilvægi þess að Taiwan verði boðið á fundi WHO í vikunni til að deila með sér af reynslu sinni í baráttu gegn veirunni. 17. maí hafði kórónuveiran smitað 4,6 milljónir manns og drepið um 314 þúsund manns en á sama tíma hafði Taiwan með 23 milljónir íbúa aðeins haft 440 staðfest smit COVID-19 og sjö látna skv. Miðstöð smitsjúkdóma í Taiwan.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila