Mun Þýskaland verða næsta land til að yfirgefa ESB?

Árangurinn af Brexit gæti verið upphafið að endalokum ESB ef lykilþjóð innan sambandsins fær sönnunargögn um velgengni lífsins fyrir utan sambandið,“ segir fyrrum ESB-þingmaðurinn Martin Daubney sem sat fyrir Brexit flokkinn. Sannanir um velgengni Breta gætu valdið hruni spilahússins. Daubney segir að margir á ESB-þinginu fylgist vel með því „hvað gerist næst.“


Það er undravert hversu marga vini við fengum þar. Við erum ekki svikararnir, við eigum marga þýzka og pólska vini. Þeir klöppuðu mikið fyrir okkur þegar við settum þjóðfánann á borðin og stóðum upp fyrir fánanum. Það þarf í engu að efast um að gagnrýnendur ESB fylgjast vel með því hvað gerist næst.“


Segir Daubney það allt eins geta gerst að Þjóðverjar verði næstir til að yfirgefa sambandið fái þeir sannanir um velgengni lífsins fyrir utan ESB:

Þjóðverjar elska sannanir og þegar þeir sjá að hægt er að vera fyrir utan ESB, þá held ég að spilaborgin byrji að hrynja. Við fórum fyrstir út en verðum ekki þeir síðustu.“


Marine Le Pen sem leiðir andspyrnuna gegn ESB í Frakklandi segir í viðtali við Euronews að

sá dagur mun koma að Frakkar gangi úr sambandinu. Ég er fullkomlega sannfærð um það. En ég get sagt að ég veit ekki, verði sambandið ekki endurbætt, nema að fyrsta landið sem fari út verði Þjóðverjar.“


Valkostur Þýskalands AfD hefur stöðugt bætt fylgi sitt og vann 4 aukasæti á ESB-þinginu í fyrra. Graham Timmins prófessor í þýskum málefnum við háskólann í Birmingham sagði í viðtali við Daily Express að búast megi við stórfelldri sókn AfD í fylkiskosningunum í Þýskalandi 2021 þótt hann eigi ekki von á því að þeir nái meirihluta.

Forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen lagði nýlega fram fjárkröfur sem stórhækka gjöld aðildarríkjanna til ESB eftir BREXIT. Mikið lendir á Þýskalandi sem mun skapa neikvæðar tilfinningar, þar sem hagvöxtur er á núlli.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila