Kominn tími til að horfa á Evrópusambandið sem ein stór mistök

Jón Kristinn Snæhólm sagnfræðingur og alþjóða stjórnmálafræðingur

Það er kominn tími til þess að fólk átti sig á að Evrópusambandið eru ein stór mistök. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristins Snæhólm sagnfræðings og alþjóða stjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jón Kristinn bendir á að þegar menn líki saman Evrópusambandinu og Bandaríkjunum séu það mjög ólíkir pólar

þegar Winston Churchill horfði til bandaríkjanna að þessu leiti og talaði um sameinuð Evrópulönd þá var það á viðskiptalegum forsendum en ekki félagslegum forsendum, menn eru að rugla saman þarna félagslegum, pólitískum og landfræðilegum þáttum sem ekkert er hægt að bera saman á þessum tveimur pólum, og Evran er svo kannski síðasti naglinn í þessari líkkistu Evrópusambandsins sem hún er að verða menningarlega og efnahagslega, menn hefðu kannski átt eingöngu að koma á fríverslun milli Evrópulanda“,segir Jón Kristinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila