Evrópusambandið – fyrsta fórnarlamb kórónuveirunnar

Marine Le Pen leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar

Marine Le Pen leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar segir að vegna skorts á samstöðu í baráttunni við kórónaveiruna, þá sé ESB fyrsta fórnarlamb veirunnar. Gagnrýndi hún Úrsúlu von der Leyen fyrir að hafa hvatt aðildarríki sambandsins að halda landamærunum opnum, þótt smitfaraldur sé í gangi:


”Það er grafalvarlegt, því það fyrsta augljósa sem við gerum þegar við fáum yfir okkur smitfaraldur milli fólks, dýra og plantna er að loka landamærunum til að hindra útbreiðslu smitsjúkdóma. ESB segir hið gagnstæða vegna hugmyndafræðilegrar afstöðu. Frjálsar ferðir eru trúarbrögð. Jafnvel dauðanum sjálfum tekst ekki að sannfæra ESB-leiðtogana um, að það sé nauðsynlegt á ákveðnum tíma að loka landamærunum til að koma í veg fyrir að fólk smitist af veirunni og dreifi henni áfram. Nákvæmlega það sem gerst hefur í Evrópu.”


Marine Le Pen segir að ESB muni nákvæmlega

 ”ekki læra neitt af ástandinu og aðildarríkin neyðist sjálf til að bjarga málunum. Þetta þýðir endalok þess nýja heims sem Emmanuel Macron hefur talað um, jafnvel áður en hann er gangsettur.”

Marion Marechal frænka Le Pen hefur einnig gagnrýnt ESB harðlega vegna framkomunnar við Ítalíu 

”Hversu mörg efnahagsleg, heilsufarsleg og hælisleitenda áföll þurfa að vera til að leiðtogar okkar skilji að lokum að Evrópusambandið er grímuball?“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila