Enn hrakar lýðræðinu innan ESB – auka á völd stofnana í málum fjárlaga, skatta og innflytjenda

Ursula von der Leyen Forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnir „Næstu kynslóð ESB”

Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti 27. maí  „endurreisnarfrumkvæði” ESB í kjölfar kórónuveirunnar sem kallað er „Næsta kynslóð ESB” (Next Generation EU). Munu aðildarríki ESB lána samanlagt 750 milljarða evra mótsvarandi112 þúsund milljörðum ískr. og 75 þúsund millörðum ísk dreift til aðildarríkjanna í form af styrkjum og afganginum í lán til að ræsa efnahagskerfin í gang að nýju eftir kórónufaraldurinn.

Lánin verða tryggð með fjárlögum ESB og er það í fyrsta skipti að sögn Robert Bergqvist hagfræðings Scandinaviska Enskilda Banken sem ESB lánar sameiginlega peninga á fjármálamörkuðum til að fjármagna stuðning til einstakra ríkja. 


„Allt evruverkefnið er haltur skapnaður á meðan sameiginlega fjármálastefnu skortir. Evrulöndun eru enn ekki frammi við markið en þetta er mikilvægt, táknrænt skref. Það er fremst Þýskaland sem deilir lánstrausti sínu til evrusamstarfsins” segir Bergqvist.


Til viðbótar kemur fé úr fjárlögum til margra ára og verða samtals 1.850 milljarðir evra mótsvarandi 276  þúsund 670 milljarðir íslenskra króna notuð í verkefnið „Næsta kynslóð ESB” . Mun verkefnið steypa evrulöndunum í ein fjárlög undir stjórn ESB og auka á allar mótsetningar milli alríkishugmyndar ESB og vilja fólks um aukið lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt þjóða.


Þýskaland hefur lengi stefnt að alríki evrulandanna með ein fjárlög í síðasta lagi 2025 en mörg ríki setja sig gegn því. Rætt er um að ESB skatti íbúa aðildarríkjanna beint og eru t.d. nýir ESB-skattar á plastpokum. Rætt er um að afnema ákvörðunarvald aðildaríkja í innflytjenda – og hælisleitendamálum og setja í hendur einni yfirstjórn ESB í málefnum flóttamanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila