Flutningabílar komast vart leiðar sinnar með lyf og matvæli til þurfandi innan ESB

Ursula von der Leyen

Tugir kílómetra langar raðir flutningabíla hafa myndast við landamæri ríkja ESB á meginlandinu með allt að tveggja sólarhringa bið fyrir bílstjóra til að komast áfram til næsta ríkis.

Mikilvægur varningur eins og lyf og matvæli koma því miklu seinna á ákvörðunarstað en ef ”innri” markaður og ”fjórfrelsið” virkaði eins og skyldi. Framkvæmdastjóri ESB Ursula von der Leyen útskýrir í ávarpi að hún noti gervitungl til að kortleggja umferðaröngþveitið og bendir á landamæri Slóveníu og Króatíu sem dæmi, þar sem hún segist hafa leyst umferðarhnúta.


”Á vissum landamærum höfum við langar biðraðir og yfir 24 klukkustunda bið. Margir íbúar í Evrópu komast ekki heim til sín og flutningabílar með lyf og grundvallarvörur eins og mat komast ekki áfram.”

Um 20 km langar biðraðir eru við landamæri Ungverjalands og Rúmeníu. Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte segir, að ESB verði ”tekið af lífi” af gagnrýnendum sambandsins takist ESB ekki að bregðast við kórónukreppunni. Segir hann kjósendur muni snúa baki við Brussel nema að brugðist verði hratt við í sameiginlegum aðgerðum sambandsins. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila