„Stoppið evruna – Ítalexit” Reiðir Ítalir krefjast útgöngu úr ESB á götum Mílanó og Rómaborgar

Reiðir Ítalir fóru út á götur Rómaborgar og Mílanó s.l. laugardag og kröfðust tafarlausar afsagnar ríkisstjórnar Giuseppe Conte og útgöngu Ítalíu úr ESB. Rétt eftir að byrjað var að opna fyrirtækin aftur eftir tveggja mánaða kórónufaraldur notuðu margir tækifærið til að sýna andúð sína á yfirvöldum á Ítalíu og óánægju með ESB og evruna sem gjaldmiðil.

Slagorð eins og „aftur til ítölsku lírunnar”, „stoppum evruna„ og „Ítalíaexit” heyrðust hátt í mótmælagöngunum ásamt kalli eftir „frelsi, frelsi, frelsi”. Margir létu einnig í ljósi óánægju með lokun samfélagsins og þær efnahagslegu afleiðingar sem kastað hafa fjölda manns í fátækt, atvinnuleysi og örbirgð.

Pappalardo fyrrum hershöfðingi og einn af leiðtogum Appesínugulu vestanna á Ítalíu

Í Mílanó voru mótmælin leidd af Appelsínugulu vestunum og einum stofnanda hreyfingarinnar Antonia Pappalardo fyrrum hershöfðingja sem ávarpaði mannfjöldann. Sagði hann að 

„Ítalir eru óhræddir. Þeir þora að bjarga sér sjálfir. Þetta eru endalok þessarrar ríkisstjórnar þeirra hrokafullu. Endalok ríkisstjórnarinnar”.


Ekki var farið eftir reglum um fjarlægð milli fólks á Duomo torginu í Mílanó og voru fundarmenn mjög á móti hörðum lokunum yfirvalda. 232.664 hafa smitast og 33.340 hafa dáið í kóróna á Ítalíu sem hefur orðið mjög fyrir barðinu á veirunni. 
Borgarstjóri Mílanó gagnrýndi mótmælendur og fordæmdi mótmælin með tísti sem „ábyrgðalausa aðgerð í borg eins og Mílanó sem reynir eins mikið og hægt er að komast út er erfiðri stöðu”. 
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila