Orban slær tilbaka á ESB: ”Þeir ausa úr sér gagnrýni á okkur í stað þess að bjarga lífum”

Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að þingið veitti ríkisstjórninni einhliða ákvörðunarvald í baráttunni gegn kórónaveirunni til að grípa til ýmissa aðgerða sem hefur áhrif á daglegt líf fólks eins og lokun staða, landamæranna m.m. Áróðurinn gegn Ungverjum skellur eins og haglél yfir landið í hefðbundnum fjölmiðlum ESB-sinna, þar sem ríkisstjórnin er ásökuð um einræði og að fótumtroða lýðræðið. 


Orban segir í nýju í viðtali:

”Í Brussel eru þeir uppteknir við að ausa úr sér gagnrýni í stað þess að bjarga lífum. Þeir eru uppteknir af okkur í stað þess að snúa sér að veirunni. Neyðarvald ungversku ríkisstjórnarinnar er svipað vald og Frakklandsforseti hefur á friðartímum. Klárt mál að við erum undir stjórnmálalegri árás. Aðalatriðið er að við höldum stefnu okkar. George Soros er höfuðmaður þessa netverks sem vill eyðileggja alla getu Ungverjalands og notar fólk sitt í Brussel til að gagnrýna okkur.”


Orban benti á að Ungverjar hefðu ekki fengið cent frá ESB í aðstoð gegn pestinni. Aftur á móti hefði komið aðstoð frá Kína og tyrkneska ráðinu sem er bandalag ríkja í Mið-Asíu.

Tugir þúsunda Ungverja hafa misst atvinnuna í kjölfar kórónusýkinnar. Ríkisstjórn Ungverjalands kynnir efnahagsaðgerðir og stofnun nýs sjóðs gegn faröldrum fljótlega, m.a. fær starfsfólk sjúkrahúsa aukabónus vegna mikils álags og starfa gegn veirufaraldrinum. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila