Evrópusambandið stefnir að því að taka sér öll völd í orkumálum Evrópulanda

Bjarni Jónsson.

Evrópusambandið vinnur ljóst að því að taka sér öll völd í orkumálum Evrópulanda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Bjarni segir að það sé mikilvægt að almenningur átti sig á þessu nú þegar umræðan um þriðja orkupakkann fer fram “ og þetta er varið með því að halda því fram að þessi tilhögun sé nauðsynleg vegna loftslagsmála, baráttunni við gróðurhúsaáhrifin, en það á auðvitað ekkert við hér á Íslandi, við erum með innan við eitt prósent af raforkuvinnslunni úr jarðefnaeldsneyti, þannig að við eigum bara ekkert erindi í þessa vegferð„,segir Bjarni. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila