Meirihlutinn telur Evrópusambandið hafa verið „gagnslaust” í faraldrinum

Reynt hefur mjög á þolinmæði margra íbúa í ríkjum Evrópusambandsins vegna síendurtekinna kreppa í efnahags- og flóttamannamálum og nú síðast  bættist svo veirufaraldurinn frá Kína ofan á allt saman. Í nýrri könnun ECFR um afstöðu íbúanna til yfirvalda ESB segir meirihluti þeirra sem taka afstöðu að ESB hafi ekki komið að gagni í baráttunni gegn COVID-19. 47% segja ESB vera þýðingarlaust en einungis 19% að ESB standi sig vel. 11 þúsund íbúar voru spurðir í Búlgaríu, Danmörk, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð.


Þeir sem framkvæmdu könnunina segja niðurstöðurnar vera „hrikaleg vonbrigði. Við sjáum að fólk í öllum þeim löndum sem við spurðum fannst ESB bregðast illa við kreppunni og meirihlutinn í öllum löndunum sagði að ESB hefði ekki staðist prófið. Heil 63% á Ítalíu og 61% í Frakklandi. Mikill hluti fólks á Ítalíu, Spáni og Frakklandi sögðu að afstaða þeirra til ESB hefði versnað (58%, 50% og 41%).”

Í samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar er sagt að vangaveltur hefðu verið uppi um að veirufaraldurinn myndi auka almennan stuðning við ríkisvaldið, auka traust á sérfræðingum og fylgi við hugmyndina um sameinaða Evrópu. Útkoman er hins vegar sú að veirukreppan hefur umbylt skoðunum fólks á hnattvæðingunni og aukið mun á milli þjóðernis- og alþjóðahyggju. Sagt er að veirufaraldurinn hafi hnekkt þeirri blekkingu að fólk myndi í treysta yfirvöldum auknum mæli og samstaða íbúanna myndi aukast innan ESB.

Traust almennings til sérfræðinga hefur ekki aukist í faraldrinum heldur minnkað á afgerandi hátt og er ástandið verst í Frakklandi þar sem einungis 15% telja sig geta treyst upplýsingum en 85% hafa lítið eða ekki traust til upplýsinga. Svipaða sögu er að segja í öllum öðrum löndum mælingarinnar nema í Danmörku og Svíþjóð sem eru einu löndin þar sem meirihlutinn telur sig hafa haft gagn af upplýsingum sérfræðinganna. Þá er sagt að bæði þjóðernishyggja sem og alríkishugmynd ESB hafi vaxið og leiði það til aukinnar spennu.
Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila