ESB gjörsamlega stefnulaust – getur ”horfið af landakortinu”

Romano Prodi fv. forseti framkvæmdastjórnar ESB

Fyrrverandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB oc fv. forsætisráðherra Ítalíu Romano Prodi fordæmir viðbrögð ESB við kórónaveirunni og segir 

”Þetta er eins og styrjöld en ESB hefur enga stefnu”.

 Segir Prodi að ESB verði að gangast upp í hlutverki sitt fyrir lýðræðið ef það vilji ekki að öðrum kosti 

”hverfa af landakortinu”.


Varaði Prodi við því hversu víðtæk áhrif faraldurinn hefði.

 ”Hann hefur áhrif á veitingahúsaeigendur og þá sem þurfa að borða. Það er útbreidd hugmynd að evrópsk samstaða þýði að hjálpa hvert öðru en Hollendingar þurfa að skilja einn hlut: ef mikil áföll verða, hver á þá að kaupa túlípanana þeirra? Við þurfum á stefnu að halda – annars hverfum við af landakortinu. Það er engin framtíðarstefna til hjá ESB.”


Prodi eftirlýsti aðstoð Seðlabanka ESB og benti á veirupakka Bandaríkjanna

 ”Við þurfum tafarlaust sterkan pakka fyrir viðskiptalífið eins og þeir hafa í Bandaríkjunum en við höfum ekkert slíkt. Við skiljum ekki að Evrópa er orðin eina lýðræðislega kjölfestan. Skiljum við ekki að það eru 23 Kínverjar á hvern Ítala og 18 Kínverjar á hvern Þjóðverja? Að öðrum kosti hverfum við burtu af heimskortinu.”


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila