Þjóðhátíðin 1973 stendur enn yfir

Gísli Helgason blokkflautuleikari og útvarpsmaður

Gísli Helgason blokkflautuleikari og útvarpsmaður sem var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag og ræddi þar um tónlist, Ása í bæ og lífið í Eyjum dró ýmislegt skemmtilegt upp úr poka sínum í þættinum enda er Gísli mjög þekktur fyrir einstakan frásagnarstíl sinn.

Í þættinum ljóstraraði Gísli meðal annars því upp að þjóðhátíðin sem sett var árið 1973 stendur enn yfir og því í raun ekki hægt að halda því fram að ekki verið þjóðhátíð í ár

það var nú þannig að þegar leið á lok hátíðarinnar árið 1973 vildi það nú svo óheppilega til að það hreinlega fannst enginn til þess að slíta hátíðinni, þannig hátíðin var sett en aldrei slitið og því má alveg halda því fram að hún standi enn yfir“ sagði Gísli.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila