Facebook á yfir sér 13,5 milljón $ sekt fyrir að taka burtu lögleg innlegg í Póllandi

Pólverjar eru staðráðnir í því að láta ekki netrisana koma á „pólitískum réttrúnaði” í Póllandi. Málfrelsið er metið í landi sem var í 45 ár undir einræðisstjórn kommúnismans.

Fox News greinir frá því, að pólsk yfirvöld leggist gegn þeim „pólitískum réttrúnaði” sem Facebook og Google eru í forsvari fyrir með ritskoðunum sínum út um allan heim. Allt að 13,5 milljón dollara sekt verða refsiviðurlög við hverja einstaka færslu sem Facebook fjarlægir ef færslan er að öðru leyti lögleg i Póllandi.

Sebastian Kaleta tilsettur dómsmálaráðherra Póllands segir Pólland staðráðið í setningu laga með þessum háu refsingum á netrisana. Segir hann í viðtali við Fox News að netrisarnir noti tímann til að þrengja að íhaldssamri, kristinni og hefðbundinni skoðanamyndun í Póllandi með því að loka fyrir notendur eða fjarlægja innihald. Pólland var í 45 ár á valdi kommúnískrar einræðisstjórnar og dómsmálaráðherrann segir þá reynslu hafa kennt Pólverjum hvers virði málfrelsið er.

Engin stoð í lögum fyrir ritskoðun netrisanna

„Við sjáum hvernig netrisarnir fjarlægja innihald vegna stjórnmálaskoðana og oftast eru það skoðanir sem styðja hefðbundið gildismat eða eru íhaldssamar. “

„Skoðanir eru fjarlægðar með tilvísun í „stefnu gegn hatursfullum fullyrðingum,” þrátt fyrir að enginn stoð sé til í lögum fyrir þá að gera það.”

Sektargreiðslurnar verða hærra en áður hefur verið rætt eða um 13,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir hverja einstaka ritskoðun sem brýtur gegn nýju lögunum. Gerðardómur undir ríkisforsjá verður stofnaður sérstaklega til að leysa deilumál notenda og netrisanna í Póllandi.

Berjast gegn öllum sem ekki hlýða pólitíska réttrúnaðinum

Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands segir lögin að auki vera afleiðingu af hegðun netrisanna til að þagga niður í Donald Trump í Bandaríkjunum fyrir utan að reyna að koma á „pólitískum réttrúnaði” í Póllandi. Forsætisráðherrann segir að:

„Þeir hafa sett nýjar reglur um pólitískan réttrúnað og berjast gegn öllum þeim, sem eru á annarri skoðun.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila