Facebook hrasar um eigin reglur – Hörð ritskoðun gagnvart Trump á sama tíma og gögnum um notendur er lekið á netið

Facebook hefur að undanförnu hert mjög tökin í risavöxnum ritskoðunardeildum sínum í höfuðstöðvum Facebook, og virðist Facebook leggja sig sérstaklega fram við að ritskoða efni þar sem Donald Trump ber á góma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Eins og kunnugt er hefur fjöldi notenda snúið baki við samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter vegna ritskoðunar miðlanna og hefur staða þeirra miðla staðið fremur veikum fótum eftir að hafa innleitt harða ritskoðun, sem gerðist eftir mótmælin við Bandaríska þinghúsið á síðasta ári, en ekki verður af öðru ráðið en að samfélagsmiðlum sé sérstaklega í nöp við Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem var þar til hann varð ritskoðaður mjög virkur á samfélagsmiðlinum Twitter.

Á sama tíma og Facebook setur sig í stellingar sem siðferðislögregla heimsins varð samfélagsmiðlarisinn fyrir því að viðkvæmar persónuupplýaingar um tugþúsundir notenda samfélagsmðilsins, þar á meðal íslendinga, meðal annars símanúmer og heimilisföng þeirra og er talin mikil hætta á að óprúttnir aðilar eigi eftir að nýta sér lekann.

Það er því ekki hægt að segja að leið samfélagsmiðla eins og Facebook sé upp á við og telja margir sérfræðingar að tilvera þeirra kunni að vera á brauðfótum þar sem notkun fólks á samfélagsmiðlum hefur farið minnkandi á sama tíma og hlaðvarpsveitur hafa átt miklum vinsældum að fagna og virðist lítið lát á, og telja margir að þar liggi framtíð frjálsrar umræðu og án ritskoðunar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila