Facebook kært fyrir samstarf við Hvíta húsið – „brýtur gegn stjórnarskránni“

Blaðafulltrúi Hvíta hússins Jen Psakis hefur opinberlega greint frá samstarfi Hvíta hússins og Facebook. Frásögn hennar gæti núna komið Hvíta húsinu í koll vegna fjöldaákæru gegn ritskoðun á Facebook. (Mynd: Stjórnarráð USA, skorin mynd).

Í nýrri fjöldakæru gegn Facebook segir, að Facebook ritskoði Bandaríkjamenn á netinu samkvæmt fyrirskipun frá ríkisstjórn Joe Bidens. M.a. eru sönnunargöng um samstarfið tilvísun í athugasemdir blaðafulltrúa Hvíta hússins Jen Psakis nýlega um að Hvíta húsið „flaggaði pistlum á Facebook sem dreifa falsfréttum og eru til vandræða fyrir ríkisstjórnina.“ Richar Rogalinski sem fer með hóplögsóknina segir í viðtali við Epoch Times„þegar hún sagði að þau ynnu með netrisunum þá breytir það öllu, þar sem að það verður sýnilegt, að það er ríkisstjórnin sjálf sem stundar ritskoðun, sem augljóslega verður aldrei samþykkt.“

Faldi innlegg

Rogalinski birti margar færslur um covid-19 fyrr á þessu ári, þ.á.m. eina þann 6. apríl, þar sem hann greindi frá þeim staðreyndum, að andlitsgrímur hindra ekki útbreiðslu covid-19. Facebook límdi athugasemdir við færslurnar og fólki var vísað í greinar eftir svokallaða staðreyndakönnuði. Rogalinski tísti eitt sinn í júní mynd hins þekkta þvagfærasérfræðings David Samadi, þar sem Samadi segir að „hýdroxýklórókín virki allan tímann.“

Hýdroxýklórókín er lyf til að koma í veg fyrir og meðhöndla malaríu og hefur verið notað í nokkra áratugi. Sýnt hefur verið fram á að lyfið virkar bæði fyrirbyggjandi og sem meðferð við covid-19. Facebook faldi færsluna fyrir almenningi og merkti hana sem „rangar upplýsingar“ og vísaði til greinar í USA Today frá júlí 2020, þar sem því var haldið fram að hýdroxýklórókín væri ekki árangursrík meðferð við covid-19. „Þeir báru mig saman við ársgamlar greinar, sem eiga ekki einu sinni við“ segir Rogalinski.

Greinin í USA Today innihélt rannsóknir, sem bentu til þess að hýdroxýklórókín sé ekki árangursríkt auk annarra rannsókna sem bentu til þess, að lyfið hjálpi við ákveðnar aðstæður. Var lögð áhersla á að gagnrýna og lítillækka það síðarnefnda. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt að hýdroxýklórókín er árangursríkt í sumum tilfellum. Árið 2020 herti Facebook takmarkanir á færslum og lokaði á sífellt fleiri notendur, sem taldir voru að brjóta reglurnar. Meðal færslna sem voru ritskoðar var kenningin um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu en Facebook breytti skyndilega þeirri afstöðu sinni í maí 2021.

Hvíta húsið með svipað alræðisviðhorf og kínverski kommúnistaflokkurinn

Í málssókninni fullyrða Rogalinski og sóknaraðilarnir að ritskoðunin gegn þeim hafi komið með tilskipun frá Hvíta hússins sem gerir málið að spurningu um fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna.

Segir í málssókninni: „Til að bregðast við tilskipunum frá forseta Bandaríkjanna, háttsettum starfsmönnum hans og öðrum sambandsyfirvöldum og embættismönnum, hefur stefndi stundað ritskoðun, takmarkanir og á annan hátt hindrað tjáningarfrelsi stefnenda varðandi covid-19.“

Í slíku sambandi verður hægt að saka Facebook sem ríkisaðila, segir í kærunni. Andrew Tapp sem er fulltrúi fyrir Richard Rogalinski segir við Epoch Times: „Þegar ríkisstjórnin hefur afskipti með því að segja við Facebook hverja þeir eiga að ritskoða, þá erum við komin inn á hála braut. Ég meina, Facebook og aðrir samfélagsmiðlar hafa jafnan sagt: „Við erum einkafyrirtæki svo við getum stjórnað því, sem birt er á okkar vettvangi.

En við höfum séð verulega breytingu á þeirri stöðu hjá ríkisstjórn Bidens, vegna þess að ríkisstjórnin hefur nú gengið í samstarf með netrisunum. Þeir bera ekki aðeins kennsl á innihald heldur einnig hvaða einstaklinga á að ritskoða og ég held að viðhorfið sé alræðisviðhorf svipað kínverska kommúnistaflokknum til að hafa eftirlit, sem við erum einfaldlega ekki í stakk búin að mæta og langflestir sem búa hér geta ekki samþykkt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila