Facebook lokar fyrir dreifingu frétta allra helstu fjölmiðla í Ástralíu til að koma í veg fyrir að lýðræðisleg kjörin stjórnvöld setji „óþægileg lög”

Ástralíubúar vöknuðu upp við það í morgun að flestir helstu fjölmiðlar landsins voru lokaðar á Facebook og ekki lengur hægt að deila fréttum þeirra. Facebook hafði einfaldlega lokað á alla helstu fréttamiðla landsins til að reyna að þvinga lýðræðislega kjörin stjórnvöld Ástralíu að hætta við að setja lög um greiðslur til fréttamiðla við dreifingu frétta á samfélagsmiðlum. Í gær samþykkti fulltrúadeild ástralska þingsins lagatillögu sem núna er skrefi nær að verða að raunveruleika sem felur í sér að Facebook og Google verða að greiða gjald fyrir dreifingu frétta staðbundinna fjjölmiðla. Frá þessu skýra fjöldamargir fjölmiðlar í dag m.a. SVT.

Segir Facebook að „lagatillagan misskilji gjörsamlega sambandið á milli netmiðilsins og fréttaveita” og gefi Facebook engan annan valkost en að „hætta að leyfa fréttir á síðum okkar í Ástralíu.” Segist Facebook velja þann kostinn með „harm í hjarta.”

Mótmælt fyrir utan heimili Mark Zucerberg forstjóra Facebook s.l. nóvember.

Google hótaði einnig með lokun en skrifar núna undir viðskiptasamninga við helstu fjölmiðlana

Emily Bell prófessor og yfirmaður stofnunar fyrir stafræna blaðamennsku hjá Columbia háskólanum gagnrýnir Facebook harðlega og tístir að flestir fjölmiðlar sjái sig tilneydda að birta fréttir á netmiðlinum. Josh Fryden fjármálaráðherra Ástralíu segist í fyrstu hafa átt jákvæðar viðræður við Mark Zuckenberg forstjóra Facebook en að Facebook hafi gert rangt að loka fyrir fréttir á síðum sínum. „Aðgerðir Facebook eru ónauðsynlegar, yfirdrifið harðar og skaða álit fyrirtækisins í Ástralíu”. Hann bendir einnig á að yfirvöld hafi enga viðvörun fengið frá Facebook áður en Facebook lokaði á fjölmiðlana í Ástralíu. Google hafði áður hótað með að stöðva leitarþjónustu sína í Ástralíu gerði í vikunni samning um greiðslur við marga fjölmiðla í Ástralíu. Samgönguráðherra Ástralíu Paul Fletcher lítur það jákvæðum augum því „sjálf meiningin með lögunum er að ýta undir viðskiptasamninga. Gerir maður viðskipti í Ástralíu verður að fylgja áströlskum lögum.”

Umheimurinn fylgist með af miklum áhuga og gætu nýju lögin, þar sem netrisarnir þurfa að greiða brotabrot af auglýsingatekjum sínum til fjölmiðla, verið vegvísir fyrir önnur lönd í baráttunni við ofurveldi netrisanna. T.d. í Frakklandi er þegar samkomulag um að Google greiði fyrir fréttir og blaðagreinar. Google opnaði nýverið fréttaveituna News Showcase í Ástralíu og hefur stærsta fréttamiðill Ástralíu Seven West Media gert langtímasamning við Google.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila