Facebook lokar umræðuhóp um aukaverkanir bólusetningar við covid-19 – bannað að ræða neikvæðar afleiðingar bóluefna

Facebook bannar allar fullyrðingar um að bóluefni geti verið skaðleg eins og t.d. að valda blóðtappa. Hópurinn „Fórnarlömb covid-19 bóluefna og fjölskyldur þeirra” með yfir 120 þúsund meðlimum sem ræddi aukaverkanir af bólefnum gegn covid-19 hefur nú verið eytt. Að auki klínir Facebook miða umræður um bóluefni við covid 19, þar sem segir að „bóluefni séu örugg” og viðkomanda síðan beint til WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnun Sameinuðu Þjóðanna. Aðrir netrisar eins og YouTube í eigu Google bannar myndbönd „sem ganga gegn afstöðu WHO á bóluefnum við covid-19.” Twitter bannar „skaðleg og misvísandi” innlegg um bóluefni.

Facebook tilkynnti í febrúar, að allir notendur sem skrifa um aukaverkanir af kórónubóluefnum, geti reiknað með því að að á þá verði lokað. Allar fullyrðingar um að bóluefnin geti verið hættuleg eða ekki virkað hafa verið bannaðar. Ekki er leyft að segja að bóluefni AstraZeneca geti valdið blóðtappa.

Facebook skrifar í reglum sínum um fullyrðingar sem eru bannaðar eru m.a. „fullyrðingar um að bóluefni gegn covid-19 geti leitt til andláts eða skaðað fólk alvarlega.”

Facebook lokaði hópnum með 120 þúsund meðlimum sem safnaði saman „fórnarlömbum bólusetninga og fjölskyldum þeirra.” Reclaim the Net skrifar að hópurinn stækkaði með 10 þúsund nýjum meðlimum vikulega.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila