Facebook njósnaði um einkaskilaboð Bandaríkjamanna sem efuðust um kosningarnar 2020

Facebook njósnaði um einkaskilaboð og gögn bandarískra notenda og sendi til FBI, ef notendur gagnrýndu stjórnvöld eða efuðust um kosningarnar 2020 að sögn New York Post.

Starfsmenn Facebook settu rauð flögg við – að þeirra mati meint undirróðursleg einkaskilaboð á undanförnum 19 mánuðum, skrifuðu út skilaboðin og sendu til innlendrar hryðjuverkasveitar FBI í Washington. Engin kæra hafði verið lög fram áður gagnvart meintu samsæri notenda Facebook.

„Þetta var gert án lagastoðar eða líklegrar ástæðu“ sagði einn heimildarmannanna, sem talaði undir nafnleynd.

„Facebook afhenti FBI leynileg einkasamtöl notenda, sem eru vernduð af stjórnarskránni og án þess að nokkrar kærur væru lagðar fram gegn viðkomandi“

FBI dreifði síðan þessum einkaskilaboðum á skrifstofur FBI víða um land sem „ábendingum“ og í kjölfarið fór bandaríska dómsmálaráðuneytið fram á að fá einkasamtölin „afhent opinberlega“ sem Facebook hafði þegar sýnt þeim.

En þegar Facebook-notendurnir voru rannsakaðir – oft í leynilegum eftirlitsaðgerðum, kom ekkert glæpsamlegt eða ofbeldisfullt í ljós. „Þetta var sóun á tíma okkar“ sagði heimildarmaður FBI, sem þekkir til 19 mánaða lúsleitar að „hryðjuverkamönnum og sönnunum“ fyrir ásökunum Biden-stjórnarinnar um innlend hryðjuverk eftir árásina á þingið 6. janúar.“

Bandaríkjamenn með „rautt blóð“

Þeir Facebook-notendur sem Facebook njósnaði um sem grunaða hryðjuverkamenn fyrir FBI voru allir „íhaldssamir hægrisinnaðir einstaklingar.“

„Þeir studdu vopnaeign landsmanna, reiðir Bandaríkjamenn með rautt blóð eftir kosningarnar, sem tjáðu skoðanir sínar og töluðu jafnvel um að mótmæla. Þetta var ekkert glæpsamlegt, hvergi minnst á ofbeldi eða fjöldamorð eða morð á neinum.“

„Um leið og yfirvöld fóru opinberlega fram á gögn, þá sendi Facebook þeim síðan ógrynni af gögnum og myndum á innan við klukkutíma, sem búið var að taka saman áður. Þeir biðu bara eftir þessu lagalega ferli svo þeir gætu sent upplýsingarnar.“

Facebook neitar ásökunum um einkanjósnir

Í tveimur andstæðum yfirlýsingum, sem sendar voru með klukkutíma millibili, fullyrti Erica Sackin, talsmaður móðurfyrirtækis Facebook, Meta, að samskipti Facebook við FBI væru hönnuð til að „vernda fólk gegn tjóni.“ Í fyrstu yfirlýsingunni sagði Erica:

„Þessar fullyrðingar eru rangar vegna þess að þær endurspegla misskilning á því hvernig kerfi okkar verndar fólk gegn tjóni og hvernig við vinnum í samræmi við lög. Við skoðum vandlega allar beiðnir stjórnvalda um notendaupplýsingar til að ganga úr skugga um að þær séu lagalega gildar og þröngt sérsniðnar og við höfnum þeim oft. Við bregðumst við lagalegum beiðnum um upplýsingar í samræmi við gildandi lög og skilmála okkar og við tilkynnum notendum hvenær sem það er leyfilegt.“

Í annarri „uppfærðri yfirlýsingu“ sem send var 64 mínútum síðar, breytti Sackin málfarinu um fullyrðingar frá því að vera „falskar“ yfir í að vera „rangar.“ Sackin, sem er sérfræðingur í kreppuviðbrögðum og starfaði áður hjá Planned Parenthood og „Obama for America“ stjórnar starfi Facebook um „hryðjuverkavörn og hættuleg samtök og einstaklinga.“ Hún segir:

„Þessar fullyrðingar eru bara rangar. Ásökun um að við leitum að einkaskilaboðum fólks vegna gagnrýni gegn stjórnvöldum eða spurningum um réttmæti fyrri kosninga og sendum síðan til FBI í fyrirbyggjandi tilgangi er augljóslega ónákvæm og engin sönnunargögn styðja það.“

FBI tvísaga

Í yfirlýsingu á miðvikudag, staðfesti FBI hvorki né neitaði ásökunum um samstarfið með Facebook. Sem svar við spurningum um misnotkun á einkagögnum Bandaríkjamanna, vísaði FBI á „erlenda illkynjaða áhrifavalda“ en viðurkenndi, að eðli sambands FBI við samfélagsmiðlaveitur er að „skiptast fljótt á upplýsingum“ sem verða síðan að „áframhaldandi viðræðum.“

„FBI er í sambandi við einkaaðila í Bandaríkjunum, þar á meðal samfélagsmiðlaveitur. FBI hefur veitt fyrirtækjum upplýsingar um erlenda ógnir til að hjálpa þeim að vernda vettvang sinn og viðskiptavini gegn misnotkun erlendra illkynja áhrifaaðila. Bandarísk fyrirtæki hafa einnig sent upplýsingar til FBI, sem tengjast erlendum illkynja áhrifum. FBI vinnur náið með samstarfsaðilum stofnana auk ríkis og sveitarfélaga til að tryggja að við deilum upplýsingum um leið og þær verða aðgengilegar. Þetta getur falið í sér upplýsingar um ógnir, ábendingar sem hægt er að framkvæma eða vísbendingar. FBI hefur einnig komið á tengslum við margs konar samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki og heldur áfram viðræðum til að geta skjótt skiptast á upplýsingum um ógnir.“

Afneitun Facebook á að hafa sent upplýsingar um einkasamtöl notenda Facebook í fyrirbyggjandi skyni til að koma upp um hryðjuverkafólk án kæru eða húsleitarheimildar, gefur til kynna að upphaflegar afhendingar gagna til FBI hafi verið framkvæmdar af einum eða fleiri einstaklingum hjá Facebook í starfi „trúnaðarmanns“ FBI. Slíkur einstaklingur hefur heimild til að opna og leita í einkaskilaboðum notenda. Facebook gæti þá skýlt sér á bak við afneitunina vegna verndunar FBI á trúnaðarstarfsmönnum hjá Facebook. Samkvæmt heimildarmanni dómsmálaráðuneytisins:

„Þeir höfðu aðgang til að leita og þeir gátu fundið nákvæmlega það sem þá vantaði úr milljónum einkaviðræðna.“

Engar „Antifa týpur“

Áður en beðið var um dómskvaðningu „hafði FBI þegar fengið upplýsingarnar. Upplýsingaþræðirnir voru teknir úr einkaskilaboðum notenda Facebook. Sumum var eytt en flestum ekki. Grófustu hlutar samtalsins voru dregnir fram og teknir úr samhengi.

„En þegar þú lest samtalið í heild sinni í samhengi, þá hljómaði það ekki eins illa … Það var engin áætlun eða skipulag til að beita neinu ofbeldi. Facebook og FBI voru að leita að íhaldssömum hægrisinnuðum einstaklingum – alls engum Antifa týpum.“

Sameinað afl netrisanna og FBI er ógnvekjandi – netrisarnir ganga erinda glóbalistanna, ekki þjóðarhagsmuna Bandaríkjamanna

Heimildarmenn dómsmálaráðuneytisins sem töluðu við The New York Post ætla að hætta störfum sínum, vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að alríkislöggæslan sé orðin pólitísk og misnoti stjórnarskrárbundinn réttindi saklausra Bandaríkjamanna. Þeir segjast geta komið með fleiri uppljóstranir. Óróleiki hefur vaxið meðal starfsmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins í marga mánuði og komst í hámark eftir áhlaup FBI í síðasta mánuði á Mar-a-Lago heimili Donald Trump, fyrrverandi forseta. Einn uppljóstrarinn segir:

„Það sem er mest ógnvekjandi er sameinaður kraftur tæknirisanna og FBI. Google, Facebook og Twitter ganga erindi glóbalistanna. Þau hafa ekki þjóðarhagsmuni okkar að leiðarljósi.“

Deila