Facebook kært fyrir að njósna um notendur Instagram gegnum myndavélar bílasíma

Samkvæmt Mark Zuckenberger „tilheyrir einkalífið fortíðinni.” Hann virðist þar með hafa tekið upp sömu afstöðu og kommúnistar sem sjá ekki einstaklinginn heldur einungis gráa massann.

Í ágúst var Facebook ásakað um að safna upplýsingum um notendur með mynddeilingu á Instagram. Núna er aftur búið að kæra netrisann fyrir að njósna um notendur Instagram með því að horfa á þá í gegnum myndavélar bílasíma að sögn Bloomberg.

Instagram notandinn Brittany Condi kærði Facebook hjá dómstóli í San Fransisco 17. september fyrir að nota myndavélina í bílasímanum án leyfis hennar. Kærir hún Facebook fyrir að njósna um notendur til að „ná í eftirsóknarverðar og mikilvægar upplýsingar um neytendur sem fyrirtækið annars gæti ekki safnað saman.”

Í kærunni segir að „með því að alfarið safna viðkvæmum einkaupplýsingum um notendur og einnig innan friðhelgi heimilisins hafa Instagram og Facebook fengið mikilvæga innsýn og gert markaðskönnun.” Vísar ákæran til frásagna í fjölmiðlum í júlí þegar galli í kóða Instagrams leiddi til þess að notendur héldu að Instagram kveikti á myndavél bílasíma í leyfisleysi. The Independent sagði frá því að eigendur bílasíma sáu grænt ljós kvikna sem sýndi myndavélina í gangi og töldu Instagram njósna um sig.

Instagram sagðist þá að sjálfsögðu ekki vera að njósna um einn eða neinn heldur væri aðeins um galla að ræða: „Við notum ekki myndavélarnar og ekkert er skráð” lýsti Instagram þá yfir.

Í annarri ákæru í ágúst var Facebook kært fyrir að nota tækni sem safnar útlitslegum upplýsingum til að þekkja andlit fólks. Facebook neitar því. Þrátt fyrir neitanir Facebook um njósnir og að halda fram „sakleysi” sínu hætta hvorki ákærur né grunur um njósnir fyrirtækisins á einkahögum innan friðhelgi heimilisins og einkalífsins.

Fyrir þá sem vilja ekki láta njósna um sig og einkamálin er MeWee nothæfur valkostur. Engar auglýsingar eða njósnir fyrir auglýsendur.

Þegar 2017 sögðu fjölmiðlar frá möguleikum þess að Facebook notaði hljóðnema bílasíma til að njósna um neytendur og 2018 var m.a. rætt um að hægt væri að setja hátíðnihljóð í sjónvarpsauglýsingar til að kveikja á hljóðnemanum til að kanna hvort viðkomandi væri að horfa á auglýsinguna eða gera eitthvað annað.

Sem andsvar við þessarri hegðun Facebook og annarra netrisa stofnaði Mark Weinstein félagsmiðilinn MeWe sem er rekinn án auglýsinga. Segir Mark Weinstein að það sem hafi fengið hann til að skapa MeWe hafi verið þegar hann heyrði Mark Zuckenberg segja að „einkalíf er félagsform fortíðarinnar.” MeWe fer ört vaxandi en margir hverfa alfarið frá að nota njósnamiðlana Facebook og Instagram.

Viðtal við stofnanda MeWe Mark Weinstein.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila