Facebook og Instagram ráðast á jólasiði Hollendinga og Belga – banna Svarta-Pétur sem er „kúgandi steríótýpa“

Brussels Times greinir frá því, að Facebook og Instagram banna fylgisveina dýrlingsins Sankta Nikolaus en þeir koma færandi hendi fyrir jólin í Belgíu og Hollandi m.a til barnaheimila og gefa börnum gjafir og sælgæti. Bæði börn og fullorðnir klæða sig þá í gervi Svarta-Péturs með máluð andlit, krullaðar hárkollur, rauðmálaðar varir og gulleyrnalokka og er þetta órjúfanlegur siður í jólahaldi Belga og Hollendinga 5. og 6. desember ár hvert. Núna eiga notendur Facebook og Instagram að kæra allar myndir af Svarta-Pétri vegna þess að það brýtur í bága við reglur fyrirtækjanna um „kúgandi steríótýpur.“ Starfsmenn fyrirtækjanna munu þá umsvifalaust fjarlægja slíkar yfirþyrmandi, kúgandi myndir svo sakausir fá ekki áfall ef þeir kæmu óvart auga á óhugnaðinn.

Fyrirtækin tóku þessa ákvörðun eftir níu mánaða langt ferli „í samráði við 60 samtök og sérfræðinga víða að úr heiminum m.a. mannréttindasérfræðinga og aðgerðarsinna.“ De Morgen segir að ekki hafi verið talað við neinn frá Belgíu eða Hollandi sem bannið nær yfir. Facebook segir að Svarti-Pétur falli undir skilgreiningu fyrirtækisins á kúgandi og hættulegum steríótýpum „Svartfési er hluti af samfelldri sögu afmenningar og afneitun mannréttinda á alþjóðavísu.“ Ef notendur Facebook gerast sekir um endurtekin afbrot að birta myndir frá jólahátíð Belga og Hollendinga þar sem Svarta-Pétri bregður fyrir eiga viðkomandi á hættu að síður þeirra verði máðar af veraldarvefnum. Fyrirtækið er einnig að þróa áfram myndir af „hættulegum Gyðingasteríótýpum“ sem fá sömu meðferð og Svarti-Pétur.

Eitthvað virðast þessir sjálfskipuðu siðgæðispostular nútímas fara á mis að virða ekki jólagleði barnanna í Belgíu og Hollandi sem bjóða Svarta-Pétur velkominn sérhver jól ásamt Sankta Nikolaus.

Deila