Facebook og ríkisstjórn Joe Biden í samstarfi um ritskoðun „neikvæðra bóluefnafrétta“

RT greinir frá því að að Hvíta húsið „vinni beint“ með netrisunum til þess að ritskoða efni sem skapar „hik gegn bóluefnum.“ Facebook hefur nýverið bannfært nær alla gagnrýni og neikvætt umtal um bóluefni gegn kórónuveirunni og gagnrýni almennt á bólusetningum.

„Rangar upplýsingar sem valda hiki í afstöðu til bóluefna er gríðarleg hindrun á þeirri leið að láta bólusetja alla og engir eru stærri aðilar á þeim vettvangi en samfélagsmiðlarnir.“

Að sögn Reuters sem hefur það eftir áræðanlegum heimildum, þá hefur það ekki áður verið opinberlega staðfest að Hvíta húsið og netrisarnir vinni saman að ritskoðun slíkra frétta. Joe Biden vill að netrisarnir ritskoði netið svo atburður eins og mótmælin gegn bólusetningu á Dodger íþróttaleikvanginum í Los Angeles í lok janúar endurtaki sig ekki. Íþróttahöllin var notuð til að framkvæma fjöldabólusetningu en varð að loka í einhvern tíma vegna mótmælanna.

Núna dugir að nefna að eitthvert bóluefni gæti verið hættulegt eða virki ekki til að verða hent út af Facebook og Instagram. Samkvæmt heimildum Reuters vinnur ríkisstjórn Biden að því að fá

„netrisana til að skilja þýðingu falsfrétta og rangra upplýsinga um bóluefni og hvernig hægt er að stöðva að þvílíkar upplýsingar dreifist.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila