Facebook setur stuðningshóp Trumps í 90 daga auglýsingabann

Facebook hefur sett stuðningshóp Bandaríkjaforseta í 90 daga auglýsingabann frá 10. ágúst til 1. nóvember að sögn Fox News. Segir Facebook að ”staðreyndaeftirlitsmenn” fyrirtækisins hafi komist að því að hópurinn „Committee to defend the president”  hafi „síendurtekið birt falskar upplýsingar” að mati eftirlitsmanna Facebook. Auglýsingabann Facebook er á sama tíma og kosningabarátta Donald Trumps fyrir endurkjöri stendur sem hæst. 

Ted Harvey, formaður hópsins segir að stjórnendur Facebook „séu staðráðnir í því að skerða málfrelsið og ráðast á alla þá sem þora að styðja Trump forseta. Vinstri Trumphatarar „staðreyndaeftirlitsmenn” Facebook kvörtuðu undan fyrstu auglýsingu okkar sem við breyttum en þeir hafa eftir það ekki eytt tíma í að skoða auglýsingar okkar og bönnuðu okkur að auglýsa engu að síður.”Harvey segir að Facebook muni ekki takast að þagga niður í hópnum sem leitar á aðra félagsmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri til Bandaríkjamanna. Facebooksíða hópsins hefur um milljón meðlimi og hefur varið hundruðum þúsundum dollurum í Facebook auglýsingar á undanförnum tveimur árum. 

Auglýsingabannið kom degi eftir að Facebook fjarlægði myndband þar sem Trump ræðir um hvernig kórónuveiran leggst misjafnt á börn og gamalmenni. Twitteer hafði áður lokað á síðu forsetans fyrir sama hlut, þar til að hann fjarlægði tíst um málið. Í myndbandinu hér að neðan er hatur Facebook á Bandaríkjaforseta útskýrt m.a. í viðtölum við fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins og sýnt hvernig Facebook ritskoðar íhaldsskoðanir í Bandaríkjunum.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila