Fær ekki að þýða ljóð eftir svarta af því að „hún er hvít.”

Amanda Gorman t.v. las upp ljóð við innsetningarathöfn Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Marieke Lucas Rijneveveld sem er vinsælt ljóðaskáld í Hollandi varð að hætta við að þýða Amöndu yfir á hollensku, vegna þess að hún er hvít.

Rasismi með öfugum formerkjum hefur byr í seglin í heiminum í dag. Það fékk sú vinsæla Marieke Lucas Rijneveveld ljóðaskáld í Hollandi að upplifa, þegar hún var fengin til að þýða ljóðasafn bandarísku skáldkonunnar Amanda Gorman yfir á hollensku. Amanda Gorman las ljóð við innsetningarathöfn Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna, sem þykir mikill heiður fyrir 22 ára gamla konu.

Marieke Rijneveld í Hollandi er hyllt af fjölmiðlum í Hollandi m.a. vegna þess, að hún var yngsti rithöfundur nokkru sinni sem vann alþjóðlegu Bookerverðlaunin í fyrra. Hún hefur einnig verið hyllt á alþjóðavettvangi fyrir skáldsöguna „Óþægindin á kvöldin.” Það var Amanda Gorman sjálf sem valdi Rijneveld hjá bókaforlaginu Meulenhoff, því hún vildi hafa unga konu sem einnig var ljóðaskáld sem þýðanda.

Bókaútgefandinn ætlar að „læra af málinu”

En Amanda Gorman reiknaði ekki með öfugmerkjarasisma nútímans. Janice Deul vinstrikona og blaðamaður réðst harkalega að valinu á Rijneveld og sagði það „óskiljanlegt samkvæmt minni skoðun og einnig margra annarra sem hafa tjáð sársauka sinn, uppnám, illsku og vonbrigði á félagsmiðlum.” Þessi mikli sársauki fólst í þeirri „þekkingu” að hvít manneskja getur hvorki þýtt, skilið né tjáð hugarfar þeldökkrar manneskju.

Marieke Lucas Rijneveld tillkynnti sjálf að hún hætti við þýðingarverkefnið: „Ég er í uppnámi yfir látunum út af þáttöku minni í að dreifa boðskap Amöndu Gormans og ég skil þá sem móðguðust af vali Meulenhoff að spyrja mig. Ég hefði með gleði þýtt verk Amöndu og hefði litið á það sem stærsta viðfangsefnið að viðhalda styrkleika hennar, tón og stíl. Samt sem áður geri ég mér grein fyrir því, að ég er í þeirri stöðu að ég get hugsað og fundið þannig, því margir geta það ekki. Ég óska einskis annars en að hugmyndir hennar nái út til eins margra lesenda og mögulegt er og opni hjörtun .”

Bókaútgefandinn Meulenhoff segir að fyrirtækið muni „læra af því sem hefur gerst með því að ræða málin og fara síðan aðra leið með hinum nýju formerkjum.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila