Færeyingum brugðið vegna Samherjamálsins

Jens Guð bloggari

Færeyingum varð mjög brugðið þegar vinnubrögð fyrirtækisins í tengslum við Færeyjar og Færeysk félög voru afhjúpuð fyrir skömmu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir að Færeyingar séu mjög hrekklaus þjóð og hafi því alls ekki átt von á því á á mál af þeirri stærðargráðu sem Samherjamálið er kæmi upp í Færeyjum, og síst hafi þeir átt von á að Íslendingar stæðu í slíku, enda hefur mikil og einstök vinátta verið eitt helsta einkenni samskipta Færeyinga og Íslendinga hingað til.

Hann segist ekki eiga von á því að málið muni varpa skugga á samskipti þjóðanna, enda hafi Færeyingar einstakt lag á því að aðgreina skúrka frá hinum almennu íslensku borgurum.

Þá segist hann ekki telja að málið muni hafa heldur áhrif á stjórnmálin í Færeyjum, pólitíkin í Færeyjun er að sögn Jens mjög heiðarleg og þess vegna sé ólíklegt að málið hafi teljandi áhrif.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila