Færeyingar vilja byggja flugvöll á Grænlandi

Jens Guð bloggari

Færeyingar vilja koma upp flugvallaraðstöðu á Grænlandi og stilla sér upp við hlið stórveldanna Kína og Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir þessar hugmyndir Færeyinga vera líklega til komna vegna málefni norðurslóðaleiðarinnar en eins og kunnugt er vilja fjöldi ríkja koma sér vel fyrir í nálægð við svæðið og tryggja sína hagsmuni á svæðinu. Hann segir að einnig sé í umræðunni í Færeyjum að koma þar upp aðstöðu fyrir skip sem munu sigla norðurleiðina

“ þeir hafa rætt að koma upp höfnum í Færeyjum til að þjónusta þessi skip“,segir Jens.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila