Dönum brugðið vegna áhuga rússa á Færeyjum

Jens Guð bloggari

Dönum var mjög brugðið á dögunum þegar þeir fréttu af áhuga rússa að gera fríverslunarsamning við Færeyjar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir að dönum hafi verið svo brugðið við þessar fregnir að ákveðið hafi verið að senda Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur til Færeyja til þess að vara Færeyinga við samskiptunum við Rússa

danir töldu að Færeyingar gætu orðið of háðir rússum vegna þessara viðskipta og óttuðust að rússar myndu reyna að misnota sterka aðstöðu sína, en Færeyingar eru alveg óttalausir enda hafa þeir átt í viðskiptum við rússa í áratugi, þeir eru í raun að fá þau viðskipti sem Ísland var áður með við rússa en misstu vegna viðskiptabannsins„,segir Jens.

Hann segir færeyinga ætla að halda sínu striki og segir að þeir búist við að viðskiptin muni til dæmis hafa jákvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn í Færeyjum og að rússar komi til með að ferðast þangað í miklum mæli.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila