Fjórtán sæmdir íslensku fálkaorðunni

Fjórtán einstaklingar voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Orðuna fá þeir sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og lagt sitt af mörkum til samfélagsins svo eftir sé tekið.

Þess má geta að fjórir einstaklingar sem voru áberandi í umræðunni á meðan farsóttin náði hápunkti hér á landi voru sæmdir fálkaorðunni, þau Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, sem í daglegu tali hafa verið nefnd þríeykið og svo Helgi Björnsson sem með eftirminnilegum hætti hélt vikulega tónleika á hápunti Covid-19, en tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þeir sem hlutu hina íslensku fálkaorðu að þessu sinni eru:

Alma Möller landlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina

Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar

Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs

Einar Bollason fyrrverandi formaður KKÍ og stofnandi Íshesta, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi ferðaþjónustu

Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn

Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar

Hildur Guðnadóttir tónskáld, Berlín, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar

Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði starfsþróunar og kennslu íslensku sem annars máls og framlag til eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta

Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor, seðlabankastjóri og ráðherra, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir afrek á sviði sjósunds

Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir, Eskifirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina

Athugasemdir

athugasemdir

Deila