Óásættanlegt í réttarríki að menn séu bornir sökum og fái ekki að verja sig

Sævar Þór Jónsson lögmaður

Það er mjög slæmt að vera borinn þungum sökum og geta ekki varið sig gagnvart þeirri umræðu sem oft á tíðum fer af stað um þann sem er borinn sökum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sævars Þórs Jónssonar lögmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sævar segir að MeToo umræðuna nauðsynlega að vissu marki en þeirri umræðu verði einnig að fylgja ábyrgð

lendi menn í því að vera ásakaðir neyðast þeir til að taka slaginn en svo gerist það að þeir eru sýknaðir en eiga samt enn undir höggi í umræðunni og verða aldrei samir eftir að ásökunin kemur fram, þrátt fyrir sýknu“,segir Sævar.

Hann segir ásakanir á netinu einnig vera ákveðið vandamál og oft erfitt fyrir þann sem ásakaður er að sækja mál sitt

það er oft mjög erfitt og kostar mjög mikið, og bætur fyrir falskar ásakanir eru afar lágar“.

Hvað varðar ásakanir á vinnustöðum segir Sævar afar bagalegt að ekki séu til samræmdar reglur sem skeri úr um hvað eigi að gera komi slík ásökun upp

það getur valdið því að mál sem eigi rétt á sér fari forgörðum og til þess að gæta réttar beggja aðila er gríðarlega mikilvægt að málin sé rétt unnin“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila