Kínverski kommúnistaflokkurinn fordæmdur um allan heim fyrir mannréttindabrot á meðlimum Falun Gong og Úígúrum

Falun Gong mótmælir ofsóknum, fangelsun, pyndingum og líffæraþjófnaði á meðlimum sínum í Kína.

Á síðu Faluninfo segir að 606 fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar í 30 löndum hafa þvert á alla flokkapólitík skrifað undir opinbert bréf til Kommúnistaflokks Kína og krefjast

 „tafarlausrar stöðvunar á kerfisbundnum og hrottalegum ofsóknum í því skyni að eyðileggja Falun Gong hreyfinguna. Síðan í júlí 1999 hafa milljónir Falun Gong meðlima verið handteknir að geðþótta og settir í fangelsi án dóms og laga, þar sem margir hafa verið pyndaðir og jafnvel drepnir. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Kína virði alþjóðarétt og hætti tafarlaust ofsóknum gegn Falun Gong í Kína og sleppi skilyrðislaust frelsissviptum meðlimum Falun Gong og öðrum samviskuföngum.”

Ann-Sofie Alm þingkona Móderata í Svíþjóð er ein þeirra sem skrifaði undir mótmælabréfið og hún segir í viðtali við The EpochTimes að „hinn frjálsi heimur” sé smám saman að gera sér grein fyrir glæpaeðli kínverska kommúnistaflokksins: 

„Ég vil vekja athygli á öllum þeim mörgu meðlimum Falun Gong hreyfingarinnar sem hafa verið fluttir burtu í „endurhæfingarbúðir”, fangelsi og aðra frelsissviptingu sem samviskufangar. Skýrslur eru um pyndingar og jafnvel líffæraþjófnað. Þess vegna er þessi sameiginlega yfirlýsing svo mikilvæg. Kommúnistaflokkur Kína þarf að fá að vita hvað hinn frjálsi heimur vill …ofsóknirnar verða að hætta núna.” 


Undirskriftarlistinn sýnir að frá Norðurlöndum skrifa 13 undir frá Danmörku, 26 frá Svíþjóð, 1 frá Noregi en enginn frá Íslandi eða Finnlandi. Má spyrja hverju það sætir að enginn alþingismaður á Íslandi, fyrrverandi eða núverandi, taki þátt í jafn sjálfsagðri stuðningsyfirlýsingu og þessarri gegn svo augljósum mannréttindabrotum sem þessum í Kína. 

Breskir Gyðingar líkja ofsóknum kínverska Kommúnistaflokksins gegn Úígúrum og öðrum minnihlutahópum við ofsóknir Nasista gegn Gyðingum í Þýskalandi fyrir 75 árum síðan

Marie van der Zyl forseti breska Gyðingasambandsins segir í harðorðu bréfi til kínverska sendiráðsins í London í gær að

 „enginn kemst hjá því að taka eftir samlíkingu þess sem sagt er frá að gerist í Alþýðulýðveldinu Kína í dag og þess sem gerðist í Þýskalandi Nasista fyrir 75 árum. Fólki er troðið saman í járnbrautalestar, skeggið rakað af trúuðum karlmönnum, konur eru gerðar ófrjóar og óhugnaleg vofa útrýmingarbúðanna blasir við. Herra sendiherra, við krefjumst þess að Kína láti lausa Úígúra og aðra minnihluthópa kynþátta- og trúarbragða, opnið dyr búðanna að fullu fyrir alþjóðlegri rannsókn, grípið til aðgerða gegn kúgurunum sem fótum troða mannréttindi og tryggið réttlæti fórnarlambanna og fjölskyldna þeirra. Hefja verður þetta starf tafarlaust. Heimurinn horfir á.”


Myndir birtust á samfélagsmiðlum í Kína í síðustu viku sem sýna að Úígúrar eru fluttir burtu úr Xinjiang héraðinu í nauðungarvinnu annars staðar í Kína. Kínverski sendiherrann í Bretlandi neitar öllum sakargjöfum í viðtali við BBC. Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila