Fara þarf í gegnum átta girðingar til þess að komast að þinghúsinu á Capital Hill – Trump hvetur menn til þess að sýna stillingu

Mikil öryggisgæsla er í miðborg Washington, ekki síst við þinghúsið þar sem innsetningarathöfn Joe Biden mun fara fram næstkomandi miðvikudag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Meðal þess sem sjá má utan við þinghúsið eru fjölmargir þjóðvarðliðar sem þegar eru mættir á svæðið og skipta með sér vöktum og þá hefur átta girðingum verið komið upp í kringum húsið til þess að halda aftur af æstum múg sem haldið er fram að mæta muni á svæðið í kringum innsetningarathöfnina.

Donald Trump fráfarandi forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja til þess að reyna að trggja að athöfnin geti farið friðsamlega fram og hefur meðal annars send frá sér myndskeið þar sem hann hvetur sína stuðningsmenn til þess að sýna stillingu og standa vörð um friðinn og virða fyrirmæli lögreglu í einu og öllu, sjá má frétt um myndbandið með því að smella hér.

Athöfnin mun vegna mikillar öryggisgæslu bera þess merki og því verður athöfnin mun látlausari en venja er, til dæmis mun bílalest fráfarandi forseta ekki aka frá þinghúsinu eins og venjan er og þá eru fleiri venjubundnir þættir athafnarinnar felldir niður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila