Farage: „Samningurinn er ekki fullkominn en BREXIT-stríðinu er lokið“

Express segir að á aðfangadagsmorgun hafi komið tilkynning frá Downing Street 10 í London: „Samningar hafa tekist.“ Skömmu síðar sagði forsætisráðherra Breta Boris Johnson að „þetta væri góður samningur fyrir alla Evrópu sem staðfesti nýjan stöðugleika og tryggingu í sambandi sem stundum hefði bæði verið tvístrað og erfitt. Við munum aftur fá stjórn á lögum og örlögum okkar. Eftir 1. janúar erum við úti úr tollasambandinu og fyrir utan innri markaðinn. Bresk lög verða einungis sköpuð á breska þinginu og túlkuð af breskum dómurum í breskum dómstólum og veldi ESB-dómstólsins hættir.“ Johnson lýsti því einnig yfir að Bretland hefði aftur tekið „fulla stjórn“ á eigin fiskveiðilögsögu.

Eitt ákvæði samningsins gefur ESB réttin að ógilda öryggismálahluta samningsins ef „Bretland yfirgefur Mannréttindadómstól Evrópu.“ Þingmenn Íhaldsflokksins hafa rætt um að Bretar fari úr Mannréttindadómstólnum til að nema burtu lagaákvæði hans í breskum lögum. Slíkt myndi gefa Bretum fullt frelsi í innflytjendamálum, m.m.

Er varkár þar til öll atriði samkomulagsins eru komin í ljós

Nigel Farage, sagðist vera varkár um samninginn þar til öll atriðin væru komin í ljós en hins vegar væri samkomulagið þýðingarmikið og „hylling til venjulegra manna og kvenna sem risu upp gegn veldi Westminister og sigruðu.“ Nigel Farage sagði í viðtali við Sky News á aðfangadag að samkomulagið væri „ekki fullkomið. Ég hef áhyggjur að við séum of nálægt reglum ESB og það sé það sem yfirmenn ESB eru að segja: Þið getið ekki stigið yfir línuna því þá setjum við strax á tolla. En þetta atriði mun koma í ljós á næstu dögum.“

Sjómenn óánægðir

Farage er óánægður með að það taki fimm og hálft ár að skila fiskimiðunum aftur til Bretlands: „Það verður tíu árum eftir að landið kaus um Brexit sem við getum farið að veiða tvo þriðjuhluta fisks á miðum okkar. Fiskiðnaðurinn, sveitarfélögin við strendurnar eru mjög vonsvikin í dag.“

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila