Farbann Paludans til Svíþjóðar var ólöglegt – Paludan er sænskur ríkisborgari síðan 1989

Rasmus Paludan flokksforingi danska Stram Kurs sem staðið hefur fyrir Kóranbrennum á Norðurlöndum hyggst kæra Svíþjóð og krefjast skaðabóta vegna ólöglegs farbanns sem lögreglustjórinn í Malmö setti hann í eftir uppþotin í Malmö í kjölfar kórónubrennu þar. Paludan og flokki hans var í upphafi leyft að halda útifund í Malmö en Mattias Sigfridsson lögreglustjóri Malmö afturkallaði leyfið á þeirri forsendu að lögreglan gæti ekki tryggt öryggi Paludan eftir allar hótanir um mótaðgerðir ef hann sýndi sig og brenndi Kóraninn. Einstakir meðlimir Stram Kurs rufu þá bannið og brenndu Kóraninn engu að síður í Malmö og í kjölfarið komu uppþot, læti og eyðileggingar sem voru íbúum Malmö dýrkeyptar.

Stjórnarskráin tryggir ferðir Svía inn í landið

Lögreglustjórinn í Malmö skrifaði þá undir tveggja ára ferðabann á Paludan sem gerði honum óheimilt að komast inn í Svíþjóð. Paludan hefur haldið því fram allan tímann að bannið væri ólöglegt þar sem hann væri sænskur ríkisborgari og ekki hægt að meina Svía að koma til Svíþjóðar. Til að sanna mál sitt snéri Paludan sér til sænskra yfirvalda sem bera ábyrgð á íbúaskráningu Svíþjóðar og svar hefur borist frá þeim sem sýnir að Paludan varð sænskur ríkisborgari 1989, þegar dönsk móðir hans giftist sænskum föður hans. Paludan fæddist í Danmörku og samkvæmt sænskum lögum verða börn undir 18 ára aldri sænskir ríkisborgarar um leið og foreldrarnir gifta sig ef annað foreldranna er sænskur ríkisborgari.

Hyggst kæra sænska ríkið og krefjast skaðabóta

Paludan segir í viðtali við Samhällsnytt að „sænska lögreglan hafi brotið sænsku stjórnarskrána, þar sem segir að ekki megi neita sænskum ríkisborgara að koma inn í Svíþjóð. Ég mun núna krefjast skaðabóta af sænskum yfirvöldum. Að auki munum við refsa þessari slöppu, sænsku ríkisstjórn með því að brenna Kóraninn út um allt.” Paludan krefst einnar milljón sænskra króna í skaðabætur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila