Mikilvægt að kaupendur fasteigna skoði vel fasteignina áður en kaup fara fram

Kristín Sigurey Sigurðardóttir

Það er mjög mikilvægt að kaupendur fasteigna láti ekki drauma sína um kaup á ákveðinni fasteign valda því að hún sé ekki nægilega skoðuð áður en kaup fara fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristínar Sigureyjar Sigurðardóttur löggilds fasteignasala hjá 101 Reykjavík fasteignum í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristín segir að sölumenn 101 Reykjavík fasteigna hvetji kaupendur til þess að skoða eignir mjög gaumgæfilega því það vilji auðvitað enginn sitja uppi með eign sem sé gölluð, til dæmis hvort leki sé til staðar eða sambærilegir gallar.

Í þættinum var fjallað vítt og breitt um fasteignamál og fasteignamarkaðinn og segir Kristín lóðaskort undir stærri eignir eins og einbýlishús vera áberandi en að skortinn megi fyrst og fremst rekja til pólitískra ákvarðana og telur að það gæti komið niður á fasteignamarkaðnum síðar og það muni skorta stærri eignir sem henti stærri fjölskyldum.

Hlusta má á fróðlega greiningu á fasteignamarkaðnum í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila