Ólst upp við mikla fátækt – Þurftum að neita okkur um margt og leituðum til hjálparstofnana

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands er ein af þeim sem ólst upp við fátækt og eins og gefur að skilja þurfti móðir hennar að hafa mikið fyrir því að draga björg í bú fyrir sig og dóttur sína. Sanna sem var gestur Más Gunnarssonar í þættinum Unga fólkið í dag rakti þar sögu sína og greindi frá því sem á daga hennar hefur drifið

við þurftum að neita okkur um margt og oftar en ekki var allur peningur búinn um miðjan mánuð og þá leituðum við til mæðrastyrksnefndar„,sagði Sanna.

Hún sagði að fátæktin hafi meðal annars þau áhrif að valda miklum kvíða og kvíðinn hafi þjakað móður hennar mjög, eitt sinn hafi Sanna tekið eftir að til voru peningar eftir miðjan mánuð og hún hafi farið að kanna hveru sætti og kom þá í ljós að kvíðinn átti þar hlut að máli

ég hélt að móðir mín hefði sleppt að borga einhverja reikninga en þá var ástæðan sú að hún var farin að taka lyf sem gerðu það að verkum að hún borðaði mun minna og það kom svona út, að það var til smá aukapeningur, ef við leyfðum okkur eitthvað var það yfirleitt þegar borgaðar voru út barnabætur en það sem við gátum leyft okkur var ekkert stórvægilegt, keyptum okkur kannski pizzu á tilboði„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila