FBI sagt eiga hlut að árásinni á þinghúsið 6. janúar – Af hverju heldur ríkið hlífiskildi yfir sumum óeirðaseggjum?

Stuðningsmenn repúblikana eru hundeltir og stungið í steininn en aðrir sem tóku virkan þátt í árásinni á þinghúsið ganga lausir. Sumir vilja meina, að FBI hafi verið notað fyrir sviðsetningu árásinnar svo hægt væri að draga Donald Trump fyrir dóm fyrir „valdaránstilraun.“

Alríkislögregla Bandaríkjanna FBI liggur undir ásökunum um beina hlutdeild í árásinni á þinghúsið 6. janúar s.l. Er FBI ásakað um að hafa haft leynimenn á staðnum, sem voru meðal þeirra fyrstu sem ruddust inn í þinghúsið og hvöttu aðra til að fylgja á eftir. Enginn þessarra manna hafa verið kærðir né handteknir samtímis sem fjöldi handtekinna dúsir í fangelsi án þess að fá réttláta dómsmeðferð.

Tucker Carlson hjá Fox News segir áhlaupið á þinghúsið vera umvafið þöggun og spurningarmerkjum:

„Af hverju hindrar ríkisstjórn Biden okkur að fá að vita, hvað gerðist? Af hverju felur ríkisstjórnin enn yfir 10 þúsund tíma myndbönd úr öryggisvélum í höfuðborg Bandaríkjanna 6. janúar? Hver er ástæðan?“

Vekur furðu hversu margir óeirðaseggir hafa enn ekki verið ákærðir

Tucker Carlson vísar á mikla athugun sem Revolver News hefur gert á þeim, sem komist hafa hjá ákæru. Athugunin sýndi, að margir þeirra sem sloppið hafa við ákærur voru sýnu uppvöðslusamari og drífandi í áhlaupinu en þeir sem hafa verið ákærðir.

„Vi vitum að ríkisstjórnin leynir nöfnum margra öryggisvarða, sem voru viðstaddir við þinghúsið 6. janúar, þeir voru fleiri en sá, sem myrti Ashli Babbitt. Samkvæmt dómsstólsgögnum ríkisistjórnarinnar, þá tóku þessi öryggisverðir þátt í áhlaupinu – stundum á ofbeldisfullan hátt“ segir Tucker Carlson. Hann heldur áfram: „Við vitum að ríkisstjórnin hefur leitað með logandi ljósum eftir flestum þeim, sem tóku þátt í uppþotinu við þinghúsið 6. janúar. Lagt hefur verið út net um öll Bandaríkin til að finna þá og margir þeirra handteknu eru enn í haldi í einangrunarklefum. En það vekur furðu, að vissar höfuðpersónur í árásinni 6. janúar hafa enn ekki verið ákærðir.“

Ríkið veit hverjir skipulögðu uppþotið og heldur hlífiskildi yfir þá

Tucker Carlsson staðhæfir, að hver og einn þeirra sem komist hafa hjá kæru gætu verið sendiboðar FBI. M.a. kemur fram í gögnunum að einn þeirra, sem ekki er ákærður og kallaður „persóna 2,“ tók þátt í að „ráðast á girðingar“ við þinghúsið ásamt Thomas Caldwell 65 ára gömlum manni og meðlimi í samtökum Oath Keepers.

„Núna kemur áhugaverði þátturinn. Persóna 2 og persóna 3 skipulögðu uppþotið. Ríkið veit hverjir þeir eru en ríkið hefur enn ekki kært þá. Af hverju? Þið vitið hvers vegna. Þeir unnu að öllum líkindum fyrir FBI.“

Samkvæmt athugunum Revolver News kemur í ljós að yfir 20 manns, sem beittu ofbeldi og voru leiðandi í árásinni á þinghúsið, hafa ekki verið kærðir. Á sama tíma situr fólk í fangelsi fyrir minni hlutdeild í uppþotinu. Það vekur illan bifur, að yfirvöld haldi hlífiskildi yfir hluta árásarmannanna sem margir höfðu leiðandi hlutverk í að æsa fólkið og hvetja til inngöngu í þinghúsið.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila