Fegin að vera laus við Karl og Ólaf úr flokknum

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vita til þess að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson þáverandi þingmann Flokks fólksins hafi setið fundi á Klausturbar ásamt þingmönnum Miðflokksins áður en sá fundur þar sem Ólafi og Karli var boðið yfir í Miðflokkinn og náðist á upptöku fór fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag. Inga segist finna fyrir mikilli samkennd í sinn garð vegna málsins ” allt þetta fólk sem við vinnum með á þingi er alveg yndislegt og hefur tekið alveg utan um okkur og stutt okkur mjög“,segir Inga.

Hefur ekki verið beðin afsökunar

Inga segir að frá því málið kom upp upplifað allan tilfinningaskalann “ vonbrigði, reiði, undrun og sorg, í raun bara allur tilfinningaskalinn“. Þá segir Inga að hún hafi ekki verið beðin persónulega afsökunar af hálfu Karls Gauta og Ólafs ” nei ég hef ekki verið beðin afsökunar, ekki nema bara á opinberum vettvangi, eftir að við rákum þá úr flokknum hefur Ólafur komið fram og fundist þetta miður en ég hef ekki verið beðin afsökunar persónulega“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila