Femínisminn hefur keyrt út af sporinu – ekki lengur horft til raunverulegra vandamála

Mynd úr neðjanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi, þegar verk Liv Strömquist um konur á blæðingum voru sýnd 2017.

Ebba Bush Thor formaður Kristdemókrata í Svíþjóð segir í grein í Aftonbladet að femínisminn hafi keyrt af sporinu og skorti öll tengsl við raunveruleg vandamál kvenna. Vill hún sjá nýja tegund femínisma sem tekur á vandamálunum í stað þess að fjalla um tilgangslausar “kynlausar Lego-fígúrur eða listaverk sem sýna konur á blæðingum í neðjanjarðarlestakerfi Stokkhólmsborgar.” Öryggisleysi kvenna er aðalvandamálið: “Í mínum eigin heimabæ Uppsala eru fjórar af hverjum fimm menntaskólastúlkum hræddar við að vera á götum bæjarins. Hræðslan er að mestu til komin vegna áreitni frá ráfandi hópum ungra manna sem oft eru nýkomnir frá ýmsum hlutum heims, þar sem konur geta ekki hreyft sig á frjálsan hátt.” Segir hún ástandið hafa versnað svo mikið að unglingamóttakan hvetji stúlkur til að vera ekki einar á ferð í Uppsala ekki einu sinni á daginn. Það þýðir að staða konunnar er sett neðar mannsins. “Konan á að vera heima eða í fylgd annarra, því enginn getur ráðið við hvatir sínar. Ég vil ekki, get ekki og mun ekki samþykkja það. Ég mun heldur ekki þegja yfir því…..Svíþjóð þarfnast nýrrar gerðar femínisma sem horfir beinhart á efhagslegt, félagslegt og líkamlegt óöryggi konunnar” segir Ebba Busch Thor. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila