Ferð Pelosi Til Taiwan gæti reynst afdrifarík

Ferð Pelosi fjölskyldunnar til Taiwan gæti reynst afar afdrifarík enda líta Kínverjar á heimsókina sem hreina ögrun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Margir hafa furðað sig á heimsókn Nancy Pelosi og fjölskyldu hennar en ekki var um opinbera heimsókn að ræða, heldur viðskiptaferð. Það vill svo til að fyrirtækið TSMC í Taiwan er fremst á sínu sviði við framleiðslu á sérstökum tölvuörflögum sem notaðar eru í ýmis heimilistæki, en einnig vopn og annan búnað, . Fjölskylda Pelosi hefur verið stórtæk á þeim markaði og því hafi heimsóknin haft þann tilgang að tryggja fjárhagslega hagsmuni Pelosi fjölskyldunnar en einnig bönd Bandaríkjanna við TSMC í Taiwan því það fyrirtæki ásælast Kínverjar einnig, enda er Kína mjög framarlega á sviði framleiðslu raftækja og því eru miklir hagsmunir í húfi.

Kínverjar hafa nýtt sér stöðuna sem upp er komin með heimsókn Pelosi og hafið heræfingar í kringum Taiwan og segir Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna að það sé einmitt tækifærið sem Kínverjar hafi beðið eftir til þess að hafa ástæðu til þess að ráðast inn í Taiwan. Geri kínverjar árás á ríkið væru þeir að slá tvær flugur í einu höggi, og myndu þar með taka yfir Taiwan og um leið tryggja sér aðgang til framtíðar að framleiðsluvörumTSMC,þ,e tölvukubbana eftirsóttu.

Trump hefur gagnrýnt heimsókn Pelosi harðlega og sagt heimsóknina vera dans á línu þriðju heimsstyrjaldarinnar, enda sé ástandið í heiminum þegar afar eldfimt og ekki hafi verið sérstök þörf á því að hella meiri olíu á þann eld sem fyrir væri. Trump varar við afleiðingum heimsóknarinnar og hvetur ráðamenn til þess að stíga afar varlega til jarðar, sér í lagi í samskiptum við Kínverja. Heimsóknin hefur þegar haft þær afleiðingar að Kína hefur slitið samstarfi við Bandaríkin í nokkrum málum sem margir telja mikilvæg fyrir framtíð heimsbyggðarinnar og ekki sér enn fyrir endann á viðbrögðum Kínverja.

Kínverjar halda hins vegar sínu striki og stunda nú heræfingar allt í kringum Taiwan og óttast margir hvert næsta skref þeirra verður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila