Enn varað við ferðum á áhættusvæði

Skilgreining sóttvarnalæknis á áhættusvæðum vegna Kórónaveirunnar er enn í fullu gildi þrátt fyrir opnun landamæra Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þar segir að þetta þýði að enn sé almenningur varaður við því að ferðast til þeirra svæða sem skilgreind eru sem áhættusvæði samkvæmt mati sóttvarnarlæknis.

Borið hefur að undanförnu á miskilningi þess efnis að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ferðast til áhættusvæðna en hið rétta er að ríkisstjórnin gaf hins vegar út ferðaráð þann 14. mars sl. vegna þeirra óþæginda sem Íslendingar á ferðalögum erlendis gætu orðið fyrir vegna aðgerða erlendra stjórnvalda sem fólust bæði í víðtækum sóttvarnaraðgerðum og ferðatakmörkunum.

Þeim aðgerðum hefur nú að miklu leyti verið aflétt á Evrópska efnahagssvæðinu og er því ekki lengur ástæða til að vara við ónauðsynlegum ferðum á þeim grundvelli.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila