Traust erlendra fyrirtækja sem selja ferðir til Íslands aldrei verið meira en nú

Traust þeirra aðila sem selja ferðir til Íslands hefur aldrei mælst hærra og eru afar jákvæðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna á óvissutímum. Þetta segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem greinir frá niðurstöðum úr svokallaðari meðmælamælingu.

Erlendir ferðasöluaðilar frá Þýskalandi eru bjartsýnni en söluaðilar frá öðrum markaðssvæðum gagnvart ferðalögum viðskiptavina sinna til Íslands í kjölfar COVID-19, en helmingur þeirra gerir ráð fyrir ferðalögum strax í sumar. Söluaðilar frá Norðurlöndunum, Bretlandseyjum auk Suður- og Mið-Evrópu gera jafnframt ráð fyrir talsverðum ferðalögum í sumar, og að bókanir verði komnar í svo til eðlilegt horf næsta vor.

Söluaðilar frá Norður-Ameríku og fjarmörkuðum telja að bókanir og ferðalög nái aftur á móti ekki eðlilegu horfi fyrr en í byrjun næsta árs. 


Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir að það komi forsvarsmönnum Íslandsstofu ekki á óvart að nærmarkaðir hafi tekið fyrr við sér en búist hafði verið við í fyrstu


Það kemur okkur ekki á óvart að nærmarkaðir virðast ætla að taka fyrr við sér enda er það í takt við áherslur okkar í markaðsverkefninu Saman í sókn. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þróuninni á okkar helstu markaðssvæðum og lögum aðgerðir okkar að breytingum sem kunna að verða þar á.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila