Umfang fíkniefnasölu á Íslandi mun meira en flestir geta ímyndað sér

Aníta Rún Óskarsdóttir og Bára Tómasdóttir

Lyf eru oft látin líta út út á við mjög saklaus þó þau séu í raun stórhættuleg og dæmi eru um að þau jafnvel auglýst á lúmskan hátt hátt sem saklaus lyf á svörtum markaði . Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Báru Tómasdóttur og Anítu Rúnar Óskarsdóttur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag en þær eru aðstandendur ungs manns sem lést eftir inntöku eiturlyfja.

Bára segir að ekki megi gleyma að það sem er í daglegu tali er kallað læknadóp sé ekkert annað en eiturlyf í dulbúningi

og það má jafnvel sjá í kvikmyndum þar sem þetta er látið líta út fyrir að vera mjög saklaust og sögupersónurnar taka lyfið, jafnvel persónur sem eiga að vera húsmæður, taka þetta við þreytu og slíkt þannig að þetta er í raun auglýst svona“,segir Bára.


Gríðarleg fíkniefnasala í gegnum samfélagsmiðla

Þær Bára og Aníta ákváðu eftir andlát ástvinar að kanna hvernig aðgengi að lyfjum og fíkniefnum er á Íslandi og komust að því að þær eru ýmsar, þar á meðal fer fram kaup og sala á samskiptamiðlum og eru um 700 íslenskir hópar í ákveðnu appi sem er öllum opið. Aníta ákvað að láta á það reyna hversu margar auglýsingar um lyf og fíkniefni væru til staðar og myndu birtast í umræddu appi.

það komu um 6 þúsund tilkynningar á einum klukkutíma og ég var bara í 7 hópum“,segir Aníta og eru þær sammála um að draga megi af þessu þá ályktun að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er þegar upp er staðið mun stærri en flestir gera sér nokkra grein fyrir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila