Fjölga þarf úrræðum fyrir langt leidda fíkla

Kristján Björgvinsson þekkir fíkniefnaheiminn af eigin raun

Fjölga þarf stórlega þeim úrræðum sem hægt er að grípa til þegar hjálpa þarf langt leiddum að komast á réttan kjöl í lífinu á ný. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns Björgvinssonar fyrrverandi fíkils í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Kristján segir að neyslurými gagnist fíklum afar takmarkað enda sé það ekki lausn á þeirra vanda, vandin sé fíknin og við hana þurfi að berjast með öðrum ráðum

það þarf bara að fjölga hér úrræðum til mikilla muna og setja nóg af fjármunum í málaflokkinn því ef menn ætla að ná alvöru árangri verða menn að fara þær leiðir að veita fíklunum meðferðarmiðaðar lausnir” segir Kristján.

Hann segist hafa áhyggjur af nýjum fíkniefnum á markaðnum og að nýjar tegundir séu alltaf að verða hættulegri og hættulegri, þá sé djúpnetið alveg nýr heimur sem þurfi að taka alvarlega

þar í raun geturðu bara pantað það sem þú vilt í pósti, en það er alveg stór hættulegt því þú veist ekkert hvað þú ert í raun að fá“,segir Kristján.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila