Fíkniefnin koma öll frá Búlgaríu

Haukur Hauksson

Þau fíkniefni sem framleidd eru og flutt út til neyslu til Vestur Evrópu og Rússlands og skapa þar mikil vandamál eru að mestu framleidd í Búlgaríu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.  Haukur greindi frá því í þættinum hvernig tekið sé á fíkniefnamálum í Rússlandi og sagði Haukur að mjög hart sé tekið á slíku þar í landi og segir það skila góðum árangri

til að mynda í Moskvu þar sjást varla dópaðir einstaklingar, og ekki ölvað fólk heldur, þessi mál eru tekin mjög alvarlega þar, það fylgir þessum fíkniefnaheimi mikill vandi og þetta er mest megnis að koma frá Búlgaríu bæði þarna og til allrar vestur Evrópu“,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila