Fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi

Fimm einstaklingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að lögregla réðst í aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að aðgerðir lögreglu hafi farið fram um helgina og var þar um samhæfða aðgerð að ræða.

Meðal þess sem haldlagt var í húsleitum í tengslum við aðgerðirnar voru um 40 kíló af maríjúana, ýmis konar tækja og tölvubúnaður, fjármunir og ökutæki. Fram kemur í tilkynningunni að alls hafi 10 manns verið handteknir í aðgerðum lögreglu og eftir yfirheyrslur hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhaldi yfir fimm þeirra sem voru handteknir. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila